Erlent

Ættingjar vilja fá skýr svör

Mikið verk óunnið. Víða á eftir að byggja upp það sem skemmdist.
Mikið verk óunnið. Víða á eftir að byggja upp það sem skemmdist.

Dánardómstjóri í Lundúnum hefur hafið sérstaka rannsókn á dauða 93 Breta sem fórust í flóðbylgjunni í Asíu á öðrum degi jóla í fyrra. Ættingjar og vinir þeirra sem fórust munu verða yfirheyrðir, svo og vísindamenn og lögregluþjónar.

Að sögn BBC vonast ástvinir fórnarlambanna til að rannsóknin varpi ljósi á afdrif þeirra sem létust, svo og hvers vegna stjórnvöld brugðust jafn seint við og raun bar vitni. 141 Breti týndi lífi í hamförunum en að þessu sinni á einungis að rannsaka mál þess fólks sem líkin af voru endurheimt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×