Erlent

Gerðu aðsúg að Allawi í mosku í gær

Myndin sýnir Allawi og öryggisverði hans flýja út úr moskunni í gær eftir að aðsúgur var gerður að honum.
Myndin sýnir Allawi og öryggisverði hans flýja út úr moskunni í gær eftir að aðsúgur var gerður að honum. MYND/AP

Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks átti fótum sínum fjör að launa þegar um sextíu menn gerðu aðsúg að honum og fylgdarliði hans við Mosku í borginni Najaf í gær. Á myndum sem náðust af atburðunum sjást Allawi og fleiri hlaupa undan árásarmönnunum fyrir utan Imam Ali moskuna þar sem þeir sóttu bænastund sjíta. Grjóti og öðru lauslegu rigndi yfir hópinn og Allawi sjálfur segir að sjö byssuskotum hafi verið skotið úr mannfjöldanum. Hann segist sannfærður um að ætlunin hafi verið að ráða sig af dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×