Erlent

Bandarískir hermenn dóu

Tíu hermenn í landgönguliði bandaríska flotans biðu bana í sprengjuárás nærri írösku borginni Falluja í fyrradag. Ellefu félagar þeirra særðust. Þetta er mannskæðasta árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir í landinu um alllangt skeið.

Í tilkynningu frá Bandaríkjaher í gær kom fram að langgönguliðarnir hefðu verið fótgangandi á vegi skammt fyrir utan borgina þegar heimatilbúin sprengja, búin til úr fallbyssuskotum, sprakk í vegkanti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×