Erlent

Sektað verður fyrir ruslpóst

Dönsk fyrirtæki sem senda fólki óumbeðnar auglýsingar með tölvupósti eða textaskilaboðum eiga von á háum sektum. Ráðherra neytendamála í Danmörku vill sekta fyrirtæki um tíu þúsund krónur fyrir hvern viðtakanda slíkra skilaboða.

Nýverið var fyrirtæki dæmt í hæstarétti landsins til að borga sem samsvarar fjórum milljónum íslenskra króna fyrir að hafa sent út ruslpóst á fimmtíu þúsund manns. Sektin fyrir sams konar brot ef tillögur ráðherrans verða samþykktar verður því fimmtíu milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×