Erlent

Forseta Kazakstans spáð sigri

Nursultan Nazarbaíjev, sem verið hefur forseti Kazakstans í sextán ár, mun að öllum líkindum ná endurkjöri til næstu sjö ára í kosningum sem fram fara í landinu í dag. Forsetinn nýtur mikils fylgis vegna vaxandi velmegunar í Kazakstan en erlend fyrirtæki hafa fjárfest í landinu fyrir hundruð milljarða króna, aðallega í olíulindum en sérfræðingar spá því að næsta áratug verði landið meðal tíu stærstu olíuframleiðsluríkja heims. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann um svindl í kosningunum, spillingu og einræðistilburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×