Erlent

Áritunarskylda afnumin

Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu.
Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu.

Úkraínsk yfirvöld hafa fellt niður vegabréfsáritunarskyldu ferðamanna frá Íslandi og nokkr­um öðrum ríkjum í Evrópu sem eiga ekki aðild að Evrópusambandinu.

Þetta tilkynnti skrifstofa Viktors Jústsjenkó Úkraínuforseta á þriðjudag, að því er AFP-fréttastofan greindi frá. Áður hafði áritunarskylda fyrir ferðamenn frá Evrópusambandslöndunum tuttugu og fimm, Sviss, Bandaríkjunum og Japan verið felld niður, dvelji þeir ekki lengur en 90 daga í landinu.

Úkraínskir ríkisborgarar verða eftir sem áður að afla sér vegabréfsáritunar vilji þeir sækja Ísland heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×