Erlent

Fleiri tilfelli fuglaflensu í Rúmeníu

Ný tilfelli fuglaflensunnar hafa greinst í Rúmeníu. Fjórir kjúklingar í austurhluta landsins hafa greinst og er flensan af H5 stofni. Sýni úr fuglunum verða rannsökuð í Englandi til að kanna hvort um sé að ræða H5N1 afbrigði veirunnar, sem getur borist í menn. Þetta er í fjórða skiptið sem fuglaflensuveira greinist á þessu svæði frá því á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×