Erlent

Sæskjaldbaka með tvö höfuð

Tvíhöfði. Marghöfða skjaldbökur eru sjald­séð sjón og eru þær að mati náttúru­verndarsinna til marks um mengun og óáran.
Tvíhöfði. Marghöfða skjaldbökur eru sjald­séð sjón og eru þær að mati náttúru­verndarsinna til marks um mengun og óáran.

Tvíhöfða skjaldbaka kom úr eggi á Kyrrahafsströnd Kosta-Ríku í síðasta mánuði. Systkinin Melvin og Olger Chavarria komu auga á skepnuna á dögunum þar sem hún stakk báðum hausunum upp úr sjónum til að anda.

Þau segjast aldrei hafa séð annað eins á þeim fimmtíu árum sem þau hafa fylgst með sæskjaldbökum á svæðinu. Talsmaður umhverfisverndar-samtakanna World Wildlife Fund á svæðinu segir mengun sjávar eða breytingar á loftslagi hugsanlegar skýringar á vansköpuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×