Erlent

Fjölmenn mótmæli í Hong Kong

MYND/FRÉTT

Mótmælendur streymdu um götur Hong Kong í gær og kröfðust aukinna lýðræðislegra réttinda. Skipuleggjendur mótmælanna segja 250.000 manns hafa tekið þátt, en lögreglan segir þá hafa verið 63.000. Stærð mótmælanna kom á óvart vegna þess hve efnahagur er góður í Hong Kong. Fjöldahreyfing, sem krefst aukinna lýðræðislegra réttinda, getur skapað mikil vandræði fyrir kínversk yfirvöld, sem hafa sagt það ólöglegt að jafnvel spyrjast fyrir um hvenær lýðræðislegar kosningar munu eiga sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×