CIA notar breska og þýska flugvelli 5. desember 2005 06:00 Ramstein. Þýska vikuritið Der Spiegel heldur því fram að flugvélar á snærum CIA hafi í 473 skipti farið um þýska lofthelgi og lent á þarlendum flugvöllum. Þýskir og breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að flugvélar bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefðu ítrekað haft viðkomu á þarlendum flugvöllum. Condoleezza Rice heimsækir fjögur Evrópulönd í vikunni og má gera ráð fyrir að hún verði krafin svara um fangaflug og leynifangelsi í henni. Í nýjasta tölublaði þýska vikuritsins Der Spiegel, sem út kemur í dag, er sagt frá því að flugvélar sem sagðar eru á vegum CIA hafi farið í 437 skipti um þýska lofthelgi og lent á flugvöllum í Berlín, Frankfurt og í bandarísku herstöðinni í Ramstein á árunum 2002 og 2003. Upplýsingarnar koma frá þýsku ríkisstjórninni eftir að Vinstriflokkurinn fór fram á að þær yrðu teknar saman. Ekkert kemur fram um erindi vélanna eða hverjir voru um borð. Þá er því haldið fram í breska blaðinu Mail on Sunday í gær að CIA hafi fengið ótakmarkað leyfi til lendinga á breskum flugvöllum. Máli sínu til stuðnings birtir blaðið myndir af þremur flugvélum sem bendlaðar hafa verið við flutninga á grunuðum hryðjuverkamönnum, en myndirnar tóku flugáhugamenn á flugvöllum í Skotlandi í ár og í fyrra. Ein þessara véla er undir smásjá Evrópuráðsins vegna ásakana um að hún hafi verið notuð til slíkra flutninga. Önnur vélin hefur einnig verið ljósmynduð á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Blaðið segir breska varnarmálaráðuneytið engar skýringar hafa gefið á ferðum vélanna. Evrópuför Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefst í Þýskalandi í dag en þá munu þær Angela Merkel kanslari hittast. Búist er við að ásakanir um fangaflug og leynileg fangelsi sem CIA á að starfrækja í Evrópu muni verða ofarlega á baugi en fram til þessa hafa bandarísk stjórnvöld ekkert tjáð sig efnislega um málið. Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í gær að Rice myndi segja bandamönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna standi ekki í flutningum á grunuðum hryðjuverkamönnum til landa þar sem þeir eru pyntaðir. Í viðtali við CNN vildi Hadley ekki svara hvort CIA ræki leynifangelsi í Evrópu, aðeins að Bandaríkjamenn virtu fullveldi þeirra ríkja sem þeir ættu í samskiptum við. Dagblaðið International Herald Tribune segir í grein á vefsíðu sinni í gær að stóra spurningin í öllum þessum umræðum hljóti að vera hversu mikla vitneskju stjórnvöld í umræddum ríkjum hafi haft um fangaflutningana og leynifangelsin. Því sé ekki víst að leiðtogar Evrópuríkjanna vilji þjarma of mikið að Bandaríkjamönnum því þá gæti um leið komið í ljós að þáttur þeirra í málinu sé meiri en þeir hafa hingað til haldið fram. Erlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
Þýskir og breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að flugvélar bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefðu ítrekað haft viðkomu á þarlendum flugvöllum. Condoleezza Rice heimsækir fjögur Evrópulönd í vikunni og má gera ráð fyrir að hún verði krafin svara um fangaflug og leynifangelsi í henni. Í nýjasta tölublaði þýska vikuritsins Der Spiegel, sem út kemur í dag, er sagt frá því að flugvélar sem sagðar eru á vegum CIA hafi farið í 437 skipti um þýska lofthelgi og lent á flugvöllum í Berlín, Frankfurt og í bandarísku herstöðinni í Ramstein á árunum 2002 og 2003. Upplýsingarnar koma frá þýsku ríkisstjórninni eftir að Vinstriflokkurinn fór fram á að þær yrðu teknar saman. Ekkert kemur fram um erindi vélanna eða hverjir voru um borð. Þá er því haldið fram í breska blaðinu Mail on Sunday í gær að CIA hafi fengið ótakmarkað leyfi til lendinga á breskum flugvöllum. Máli sínu til stuðnings birtir blaðið myndir af þremur flugvélum sem bendlaðar hafa verið við flutninga á grunuðum hryðjuverkamönnum, en myndirnar tóku flugáhugamenn á flugvöllum í Skotlandi í ár og í fyrra. Ein þessara véla er undir smásjá Evrópuráðsins vegna ásakana um að hún hafi verið notuð til slíkra flutninga. Önnur vélin hefur einnig verið ljósmynduð á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Blaðið segir breska varnarmálaráðuneytið engar skýringar hafa gefið á ferðum vélanna. Evrópuför Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefst í Þýskalandi í dag en þá munu þær Angela Merkel kanslari hittast. Búist er við að ásakanir um fangaflug og leynileg fangelsi sem CIA á að starfrækja í Evrópu muni verða ofarlega á baugi en fram til þessa hafa bandarísk stjórnvöld ekkert tjáð sig efnislega um málið. Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í gær að Rice myndi segja bandamönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna standi ekki í flutningum á grunuðum hryðjuverkamönnum til landa þar sem þeir eru pyntaðir. Í viðtali við CNN vildi Hadley ekki svara hvort CIA ræki leynifangelsi í Evrópu, aðeins að Bandaríkjamenn virtu fullveldi þeirra ríkja sem þeir ættu í samskiptum við. Dagblaðið International Herald Tribune segir í grein á vefsíðu sinni í gær að stóra spurningin í öllum þessum umræðum hljóti að vera hversu mikla vitneskju stjórnvöld í umræddum ríkjum hafi haft um fangaflutningana og leynifangelsin. Því sé ekki víst að leiðtogar Evrópuríkjanna vilji þjarma of mikið að Bandaríkjamönnum því þá gæti um leið komið í ljós að þáttur þeirra í málinu sé meiri en þeir hafa hingað til haldið fram.
Erlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira