Erlent

Fangaflugvél kom frá Íslandi

Í það minnsta tvær flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA eru taldar hafa komið við í Frakklandi, önnur eftir millilendingu á Íslandi, eftir því sem franska dagblaðið Le Figaro hermir.

Að sögn blaðsins millilenti vélin í Keflavík áður en hún flaug áleiðis til Frakklands með fanga frá Mið-Austurlöndum innanborðs í mars 2002, en þaðan hélt hún svo til Tyrklands. Hin vélin lenti á flugvellinum í Brest í júlí á þessu ári, eftir að hafa haft viðkomu í Ósló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×