Erlent

Fjölmenn mótmæli í Hong Kong

Yfir eitt hundrað þúsund manns tóku þátt í fjöldagöngu í Hong Kong í dag og kröfðust fulls lýðræðis líkt og lofað hafi verið þegar Bretar fólu Kínverjum borgina í hendur fyrir átta árum. Mótmælendurnir eru ósáttir við tillögur yfirvalda um lýðræðisumbætur en samkvæmt þeim myndi nefndin sem kýs borgarstjóra, er nú er skipuð 800 mönnum sem hallir eru undir stjórnvöld í Peking, verða stækkuð um helming. Mótmælendur segja að verði þessar tillögur að veruleika þýði það í rauninni skref aftur á bak miðað við ákvæði stjórnarskrár Hong Kong, sem kveði á um fullt lýðræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×