Erlent

Ágreiningur um lát Rabia

Á líkbörunum. Ættingjar Abduls Wasit, eins fimmmenninganna, virtu lík hans fyrir sér í gær.
Á líkbörunum. Ættingjar Abduls Wasit, eins fimmmenninganna, virtu lík hans fyrir sér í gær.

Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, vildi ekki staðfesta að einn þeirra fimm manna sem féllu í árás pakistanskra hermanna á fimmtudaginn sé Hamza Rabia, yfirmaður al-Kaída í Pakistan.

Pakistanskir ráðamenn fullyrtu í fyrradag að óyggjandi sannanir væru fyrir því að Rabia hefði fallið í árásinni. "Á þessari stundu getum við ekki staðfest hvort hann sé dáinn. En sé það rétt eru það góð tíðindi í stríðinu gegn hryðjuverkum. Rabia er einn af vondu gaurunum," sagði Hadley í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×