Erlent

Vilja Persson en ekki Freivalds

Sænski utanríkisráð-herrann Laila Freivalds á að segja af sér en Göran Persson forsætisráðherra á að halda áfram. Þetta er niðurstaða í skoðanakönnun sem gerð var í framhaldi af gagnrýninni á sænsk stjórnvöld eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi í fyrra.

Í sænsku vefmiðlunum segir að þjóðin hafi fyrirgefið Persson en að meirihluti þjóðarinnar vilji að Freivalds segi af sér. Stuðningur við vantraustsyfirlýsingu virð­­ist fara minnkandi meðal þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×