Erlent

Ferðakostnaður forsætisráðuneytisins eykst

Ferðakostnaður forsætisráðuneytisins jókst um tæp fjörutíu prósent á síðasta ári. Risnukostnaður einn og sér jókst um rúm áttatíu prósent. Ferðakostnaður allra ráðuneytanna jókst að jafnaði um 29 milljónir króna á síðasta ári. Kostnaður lækkaði hins vegar mest hjá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Jóhanna spurði fjármálaráðherra ennfremur að því hvort hann teldi ástæðu til að bregðast sérstaklega við með þvi að herða sparnaðarkröfuna á ráðuneytin. Ráðherra sagði að þótt útgjöld hefðu aukist í fyrra, hefði náðst fram þrjúhundruð og tuttugu milljóna sparnaður frá því árið 2002. Því þætti honum ekki ástæða til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×