Erlent

Óttast að fleiri deyi

Óttast er að þeir hundruð þúsunda manna sem búa í fjallahéröðum í Pakistan muni látast af völdum kulda berist þeim ekki hjálp áður en harðasti veturinn skellur á. (LUM) Eftir jarðskjálftann í landinu þann áttunda október síðastliðinn, hefur fólkinu lítil sem engin hjálp borist og segja Sameinuðu þjóðirnar allt eins líklegt að það verði að koma niður úr fjöllunum til að búa í neyðarskýlum sem sett hafa verið upp, því erfiðlega gangi að koma hjálp til þeirra. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að enn vanti tugi milljarða króna svo hjálparstarf geti gengið eðlilega fyrir sig og þó svo enn fleiri þyrlur, lyf, matur og önnur gögn hafi borist, þurfi þjóðir heimsins að gera enn betur ef dauðsföllum eigi ekki að fjölga enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×