Erlent

Neyðarástand í Jakarta

MYND/AP

Fulgaflensa hefur breiðst út um alla höfuðborg Indónesíu og heilbrigðisyfirvöld segja neyðarástand yfirvofandi í borginni. Samkvæmt lauslegri athugun heilbrigðisyfirvalda í Jakarta er fjöldi manna smitaður af flensunni. Staðfest hefur verið að átta manns hafi látist af völdum flensunnar, en líklega er rétt tala mun hærri, því að í mörgum tilvikum hafi dánarorsökin verið skráð önnur. Yfirvöld í landinu hafa þegar hafið stórtæka framleiðslu á Tamiflu, til að reyna að sporna að einhverju leyti við afleiðingum faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×