Fleiri fréttir

Lögregluofbeldi fest á filmu

Lögreglumenn í New Orleans börðu 64 ára gamlan mann til óbóta á laugardagskvöldið og einn lögregluþjónn réðst á sjónvarpsfréttamann frá AP fréttastofunni.

Tusk hefur forskot

Enginn frambjóðandi í forsetakosningunum í Póllandi, sem fram fóru í gær, hlaut meira en fimmtíu prósent atkvæða. </font />

Ríkið látið borga

Ríkið greiddi farsímareikninga Lone Dybkjær, eiginkonu Pouls Nyrups Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, á meðan hann gegndi því embætti.

Stálu kreditkortanúmerum

Hollenska lögreglan hefur handtekið þrjá menn, grunaða um að hafa brotist inn í meira en eitt hundrað þúsund einkatölvur um allan heim og stolið þannig kreditkortanúmerum og upplýsingum um bankareikninga.

Neyðarástand í Mið-Ameríku

Að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu manns hafa farist í gríðarlegum aurflóðum í Mið-Ameríku og Mexíkó undanfarna daga.

Svarar gagnrýni fullum hálsi

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, segist viss um að hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann jók öryggisgæslu til muna í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar í gær og í fyrradag eftir að hafa fengið einhvers konar ábendingu um yfirvofandi hryðjuverk. Hann hafi ekki hrætt borgarbúa að óþörfu.

Sex þorp í sóttkví

Yfirvöld í Rúmeníu hafa tilkynnt um fleiri tilfelli hættulegrar fuglaflensu í dag. Byrjað er að slátra fuglum í hundraðatali tl að koma í veg fyrir að veiran breiðist út.

Mannskæður jarðskjálfti í Pakistan

Óttast er að þúsundir hafi farist í mjög öflugum jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Pakistans, Afganistans og Indlands skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt.

Hætti að leigja hermennina út

Herforingjar í rússneska hernum verða að hætta að leigja hermenn undir sinni stjórn út í verkamanna- og bændastörf. Þetta er mat ráðamanna í varnarmálaráðuneytinu rússneska sem hafa fengið sig fullsadda af fréttum af að spilltir yfirmenn láti hermenn vinna við uppskeru og byggingarstörf.

Flugferðum aflýst

Hundrað þrjátíu og átta flugferðum hefur verið frestað eða aflýst og þúsundir farþega eru strandaglópar á Leonardo Da Vinci flugvellinum í Róm.

Snarpasti skjálftinn í heila öld

"Þetta var öflugasti jarðskjálfti sem hefur riðið yfir svæðið síðustu hundrað árin," sagði Qamar Uz Zaman, framkvæmdastjóri pakistönsku Jarðfræðistofnunarinnar, í viðtali á CNN um jarðskjálftann sem reið yfir hluta Pakistans, Indlands og Afganistans síðustu nótt.

Sjö létust í sjálfsmorðsárás

Sjö létu lífið í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrir stundu. Árásarmaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefnum að hópi lögreglumanna og sprengdi sig í loft upp. Einn lögreglumaður og sex óbreyttir borgarar létust í árásinni. Tíu lögreglumenn og sex óbreyttir borgarar særðust í árásinni.

400 börn létust í skólum sínum

Fjögur hundruð börn létu lífið þegar tveir skólar í Pakistan hrundu í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan. Skólarnir eru báðir í Mansehra héraði í norðvesturhluta Pakistans. Óttast er að um þúsund manns hafi látist á þeim slóðum.

Fuglaflensa í Tyrklandi

Um tvö þúsund kalkúnar drápust af völdum fuglaflensu í vesturhluta Tyrklands. Mehdi Eker landbúnaðarráðherra sagði frá þessu í sjónvarpsviðtali í dag en sagði yfirvöld þegar hafa gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Hann sagði stjórnvöld hafa stjórn á fuglaflensunni.

Allir þorpsbúar fórust

Um 1.400 hundruð manns létust þegar aurskriður féllu á þorpið Panabaj í hálendi Gvatemala. Aurskriðurnar, sem eru af völdum hitabeltisstormsins Stan, féllu á miðvikudag en það var ekki fyrr en í dag sem ljóst varð hversu margir fórust.

Einn öflugasti skjálfti sögunnar

Jarðskjálftinn sem reið yfir Pakistan, Afganistan og norðurhluta Indlands í nótt er einn sá öflugasti sem sögur fara af á þessu þéttbýla landsvæði. Alþjóðleg björgunarsveit Landsbjargar er tilbúin að halda utan um leið og óskað er.

2000 fuglar drápust

Um tvö þúsund fuglar drápust á einni nóttu í Tyrklandi úr hinni skæðu fuglaflensu. Fuglarnir voru í eigu bónda sem býr í þorpi í vesturhluta Tyrklands.

Hundruð smábarna með matareitrun

Um 360 leik-skólabörn í vesturhluta Úkraínu hafa verið lögð inn á spítala vegna matareitrunar. Að minnsta kosti fjögur barnanna voru alvarlega veik.

Stefnt að opna landamærin við Gaza

Ísraelsk og palestínsk yfirvöld vinna nú aðp samkomulagi um nýjar öryggisráðstafanir á Gaza-ströndinni svo íbúar á svæðinu geti ferðast yfir landamærin til Egyptalands.

Þúsundir látin og óttast um fleiri

Þúsundir létust þegar öflugur jarðsjálfti reið yfir Pakistan, Indland, Bangladesh og Afghanistan um klukkan níu í gærmorgun að staðartíma. Upptök skjálftans voru um hundrað kílómetra norðaustan við höfuðborg Pakistans, Islamabad, í skógivöxnum fjallahlíðum Kasmír-héraðs.

Spenna fram á síðustu stundu

Skoðanakannanir gefa til kynna að litlu muni á fylgi þeirra Donald Tusk og Lech Kaczynski, tveggja helstu frambjóðendanna, í pólsku forsetakosningunum sem fara fram á morgun. Tusk hefur þó naumt forskot á Kaczynski samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni. Hvorugur er þó líklegur til að fá helming atkvæða sem þarf til tryggja sér sigur.

Stan: Tugþúsundir í neyðarskýlum

Tugþúsundir manna hafast nú við í neyðarskýlum í suðurhluta Mexíkó þar sem flóð af völdum fellibylsins Stan hafa lagt hús og önnur mannvirki í rúst. Í nágrannaríkinu El Salvador eru meira en fimmtíu þúsund manns heimilislaus og alls hafa nú um tvö hundruð og fjörutíu manns látist eftir yfirreið fellibylsins um Mið-Ameríku.

Konur og lýðræði

Tuttugu og tveggja manna íslensk sendinefnd tekur nú þátt í ráðstefnunni konur og lýðræði, sem fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi. Þetta er fjórða og síðasta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem ber sama heitið.

Hljótt um valnefnd í bókmenntum

Enn hefur ekki verið tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Valnefndin í bókmenntum, sem velur vinningshafann úr stórum hópi tilfnefndra skálda, er yfirleitt sú nefnd sem erfiðast á með að finna vinningshafa. Venju samkvæmt á að tilkynna úrslitin í bókmenntum á fimmtudeginum í Nóbelsvikunni, sem nú er komin að lokum, en svo var ekki gert þetta árið frekar en mörg önnur.

Fuglaflensa finnst í Rúmeníu

Landbúnaðarráðherra Rúmeníu tilkynnti í dag að fundist hefði fuglaflensa í alifuglum þar í landi. Fuglarnir sem smit fannst í eru sagðir þrír en ekki hefur fengist staðfest hvort um banvænt afbrigði flensunnar er að ræða og verða sýni send til Bretlands til frekari rannsókna.

Verkfall í Belgíu

Belgískt verkafólk fór í sitt fyrsta verkfall í tíu ár í dag. Samgöngur fóru úr skorðum og einnig lokaði verkafólk bæði verksmiðjum og verslunum. Verkfallið stendur aðeins í dag og með því eru verkamenn að mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs úr 58 árum í 60.

Hvetur til vopnahlés vegna Ramadan

Einn af leiðtogum súnníta í Írak hefur hvatt til vopnahlés á milli uppreisnarmanna og hermanna í landinu í hinum helga íslamska mánuði Ramadan sem nú er nýhafinn. Saleh al-Mutlak, sem m.a. vann að drögum að nýrri stjórnarskrá fyrir Írak, sagði enn fremur að nokkrir stjórnmálaflokkar súnníta í landinu sem þekktu til uppreisnarmanna hefðu boðist til að koma á viðræðum milli þeirra og Bandaríkjamanna til þess að reyna að binda enda á hin blóðugu átök í Írak.

Vill viðræður um sjálfstæði Kosovo

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði til við öryggisráð samtakanna í dag að hafnar yrðu viðræður um það hvort Kosovo-hérað skuli fá sjálfstæði eða verða hluti af Serbíu eins og héraðið var áður en átök brustust út milli Serba og Kosovo-Albana seint á tíunda áratug síðustu aldar.

Komu upp um forngripastuld

Ítölsk lögregluyfirvöld greindu frá því í dag að þau hefðu leyst upp alþjóðlegan fornminjasmyglhring sem rænt hefur forngripum á Ítalíu og komið þeim til Austurríkis. Eftir því sem fram kemur í frétt Reuters mun 82 ára gamall leiðsögumaður hafa stjórnað smyglinu, en lögregla lagði hald á um þrjú þúsund muni á heimili hans í Austurríki sem talið er að hafi verið rænt á stöðum nærri Róm.

Friðarverðlaun Nóbels afhent

Ósló varð miðpunktur allrar fjölmiðlaathygli um skamma hríð í morgun þegar formaður norsku Nóbelsnefndarinnar sté fram og tilkynnti hver hlyti Friðarverðlaun Nóbels í ár. Þau skiptast í tvennt, á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og yfirmanns hennar, Egyptans Mohammads El-Baradeis.

Plútóníum í Thule

Plútóníum hefur í fyrsta sinn mælst í jarðvegi í nágrenni herstöðvar Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi. Talið er að íbúum svæðisins geti stafað hætta af geisluninni, að því er Jyllands-Posten hermir.

Frábær hvatning

Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða-kjarnorkumálastofnunar IAEA, segir mikinn fögnuð hafa ríkt á meðal starfsmannanna í höfuðstöðvunum í Vín í gær eftir að fregnir bárust að stofnunin og Mohammed ElBaradei, framkvæmdastjóri hennar, hefðu hlotið friðarverðlaun Nóbels.

ElBaradei hlýtur nóbelsverðlaunin

Friðarverðlaun Nóbels 2005 falla í skaut Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Mohammed ElBaradei, framkvæmdastjóra hennar. Ákvörðun nóbelsverðlaunanefndarinnar hefur hlotið blendnar viðtökur.

Á þriðja hundrað talin af

Í það minnsta 250 manns hafa farist í flóðunum í Mið-Ameríku undanfarna daga. Þar af fórust fimmtíu manns í aurskriðu í Gvatemala í vikunni.

Guðleg opinberun í Hvíta húsinu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa rökstutt innrásina í Írak og Afganistan með því að hafa fengið guðlega opinberun. Hvíta húsið vísar þessu hins vegar á bug.

Öryggisgæsla stóraukin í New York

Öryggisgæsla hefur verið stóraukin við allar neðanjarðarlestarstöðvar í New York, eftir að yfirvöldum þar barst ábending um yfirvofandi hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og þjóðvarðliðar hafa í kjölfarið leitað í töskum farþega í neðanjarðarlestunum, en fjórar og hálf milljón manna ferðast með þeim á hverjum virkum degi, á milli 468 lestarstöðva.

Sjá næstu 50 fréttir