Erlent

Öryggisgæsla stóraukin í New York

Öryggisgæsla hefur verið stóraukin við allar neðanjarðarlestarstöðvar í New York, eftir að yfirvöldum þar barst ábending um yfirvofandi hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og þjóðvarðliðar hafa í kjölfarið leitað í töskum farþega í neðanjarðarlestunum, en fjórar og hálf milljón manna ferðast með þeim á hverjum virkum degi, á milli 468 lestarstöðva. Það er því meira en að segja það að ætla að líta ofan í hverja einustu tösku sem fer um borð. Almenningur hefur verið beðinn um að aðstoða lögreglu og vera á varðbergi, tilkynna um grunsamlega pakka eða töskur og undarlega hegðun farþega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×