Erlent

Konur og lýðræði

Tuttugu og tveggja manna íslensk sendinefnd tekur nú þátt í ráðstefnunni konur og lýðræði, sem fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi. Þetta er fjórða og síðasta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem ber sama heitið. Sú fyrsta var haldin hér á landi árið 1999 og vakti mikla athygli. Að undirbúningi ráðstefnunnar koma ellefu lönd en íslenska sendinefndin hefur stórt hlutverk á ráðstefnunni. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, ávarpaði ráðstefnuna við opnun hennar fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Í ræðu hennar kom meðal annars fram að félagsmálaráðherra ætlar að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem karlar ræða jafnréttismál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×