Erlent

Hljótt um valnefnd í bókmenntum

Enn hefur ekki verið tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Valnefndin í bókmenntum, sem velur vinningshafann úr stórum hópi tilfnefndra skálda, er yfirleitt sú nefnd sem erfiðast á með að finna vinningshafa. Venju samkvæmt á að tilkynna úrslitin í bókmenntum á fimmtudeginum í Nóbelsvikunni, sem nú er komin að lokum, en svo var ekki gert þetta árið frekar en mörg önnur. Ekkert hefur heyrst í bókmenntanefndinni, svo það er allsendis óvíst hvenær hið tilvonandi skáld verður tilkynnt. Valnefndin í bókmenntum ber því fyrir sig að nefndarsetan sé afar flókin og erfið því valið byggist á smekk og huglægum atriðum. Nóbelsverðlaunin í bókmenntum hafa einnig þá sérstöðu að niðurstaðan er yfirleitt afar umdeild og fær mikla gagnrýni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×