Erlent

Plútóníum í Thule

Plútóníum hefur í fyrsta sinn mælst í jarðvegi í nágrenni herstöðvar Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi. Talið er að íbúum svæðisins geti stafað hætta af geisluninni, að því er Jyllands-Posten hermir. Áður hefur geislamengun mælst í hafinu úti fyrir stöðinni. Árið 1968 fórst bandarísk sprengjuflugvél skammt úti fyrir strönd svæðisins með fjórar vetnissprengjur innanborðs. Slysið varð til þess að upp komst að Bandaríkjamenn hefðu geymt kjarnorkusprengjur á flugvellinum, þrátt fyrir að Danmörk væri yfirlýst kjarnorkuvopnalaust land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×