Erlent

400 börn létust í skólum sínum

Fjögur hundruð börn létu lífið þegar tveir skólar í norðvesturhluta Pakistans hrundu í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan. Hann var öflugasti jarðskjálfti sem hefur riðið yfir svæðið síðustu hundrað árin, sagði Qamar Uz Zaman, framkvæmdastjóri pakistönsku Jarðfræðistofnunarinnar, í viðtali á CNN. Íbúar pakistanska hluta Kasmír urðu verst úti í jarðskjálftanum sem að sögn Oxfam hjálparsamtakanna. Óttast er að þúsundir manna hafi látið lífið í skjálftanum sem mældist sjö komma sex á Richter kvarða og þurrkaði út heilu þorpin. Stjórnendur Oxfam segja brýnt að safna teppum og tjöldum fyrir vetraraðstæður því farið er að kólna verulega á skjálftasvæðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×