Erlent

Sex þorp í sóttkví

Yfirvöld í Rúmeníu hafa tilkynnt um fleiri tilfelli hættulegrar fuglaflensu í dag. Byrjað er að slátra fuglum í hundraðatali tl að koma í veg fyrir að veiran breiðist út. Veiran sem hefur fundist í rúmensku fuglunum er þeirrar gerðar sem dregið hefur á annað hundrað manns til dauða í Suðaustur-Asíu síðustu tvö árin. Árósar Dónár í Rúmeníu eru nokkurs konar umferðarmiðstöð fyrir farfugla á leið suður á bóginn frá Rússlandi, Póllandi, Þýskalandi og frá Norðurlöndunum og því er fylgst sérstaklega vel með svæðinu. Sex þorp hafa verið sett í sóttkví þar til hættan er talin liðin hjá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×