Erlent

Verkfall í Belgíu

Belgískt verkafólk fór í sitt fyrsta verkfall í tíu ár í dag. Samgöngur fóru úr skorðum og einnig lokaði verkafólk bæði verksmiðjum og verslunum. Verkfallið stendur aðeins í dag og með því eru verkamenn að mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs úr 58 árum í 60. Miklar tafir urðu bæði á ferðum hraðlestarinnar Eurostar sem gengur milli Lundúna og Parísar. Verkfallsmenn notuðu vegatálma á hraðbrautum og gripu til annarra svipaðara lokunaraðgerða. Forsætisráðherra Belgíu segist ekki láta undan þrýstingi þar sem þjóðin eldist mjög hratt og því mikill kostnaður við að greiða eftirlaun og einnig sagði hann vanta vinnuafl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×