Erlent

Komu upp um forngripastuld

Ítölsk lögregluyfirvöld greindu frá því í dag að þau hefðu leyst upp alþjóðlegan fornminjasmyglhring sem rænt hefur forngripum á Ítalíu og komið þeim til Austurríkis. Eftir því sem fram kemur í frétt Reuters mun 82 ára gamall leiðsögumaður hafa stjórnað smyglinu, en lögregla lagði hald á um þrjú þúsund muni á heimili hans í Austurríki sem talið er að hafi verið rænt á stöðum nærri Róm. Þá fundust 600 munir á Ítalíu hjá mönnum sem störfuðu hjá öldungnum fingralanga, en alls voru fimm manns handteknir í tengslum við málið sem Ítalir og Austurríkismenn unnu saman að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×