Erlent

Allir þorpsbúar fórust

Um 1.400 hundruð manns létust þegar aurskriður féllu á þorpið Panabaj í hálendi Gvatemala. Aurskriðurnar, sem eru af völdum hitabeltisstormsins Stan, féllu á miðvikudag en það var ekki fyrr en í dag sem ljóst varð hversu margir fórust. "Það lifði enginn af. Þetta gerðist fyrir meira en tveimur sólarhringum. Þau eru öll látin," sagði Mario Cruz, talsmaður slökkviliðsins. Hann sagði aurskriðurnar hafa fallið á þorpið á miðvikudag. Sums staðar liggur tólf metra þykkt lag af aur yfir þorpinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×