Erlent

Stefnt að opna landamærin við Gaza

Ísraelsk og palestínsk yfirvöld vinna nú aðp samkomulagi um nýjar öryggisráðstafanir á Gaza-ströndinni svo íbúar á svæðinu geti ferðast yfir landamærin til Egyptalands. Samkomulagið mun gera íbúum á svæðinu kleift að fara að mestu frjálsir ferða sinna ferða sinna í fyrsta sinn. Palestínumenn segja það nauðsynlegt að opna landamærin ef þeim á að talast að endureisa efnahag landsins. Ísraelsmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að skæruliðar munu eiga greiðan aðgang á svæðinu ef ísraelskur vörður er ekki við landamærin. Lausnin gæti verið fólgin í erlendum eftirlitssveitum. Senn munu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hittast í fyrsta sinn eftir að Ísraelsmenn yfirgáfu Gaza-ströndina og standa þá vonir til að þeir muni komast að samkomulagi. Í gær hófust einnig fyrstu stórframkvæmdir Palestínumanna á Gaza-ströndinni, en til stendur að reisa fjölbýlishús sem geta hýst allt að 25 þúsund manns. Húsin verða reist í hverfum ísraelsku landnemanna og er búist við að þau fyrstu verði tekin í gagnið eftir tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×