Erlent

Lögregluofbeldi fest á filmu

Lögreglumenn í New Orleans börðu 64 ára gamlan mann til óbóta á laugardagskvöldið og einn lögregluþjónn réðst á sjónvarpsfréttamann frá AP fréttastofunni. Myndatökumaður frá sömu fréttastofu náði að taka atburðina upp á myndband.Maðurinn sem varð fyrir barsmíðunum heitir Robert Davis og var sakaður um ölvun á almannafæri. Þrír lögreglumenn voru handteknir í gær og kærðir fyrir líkamsárás. Þeim hefur verið vikið úr starfi. „Við höfum miklar áhyggjur af því sem við sáum í morgun," sagði Marlon Defillo, yfirmaður í lögreglunni í New Orleans, eftir að hann og fleiri yfirmenn í lögreglunni höfðu horft á myndbandið. Lögreglan í New Orleans hefur þráfaldlega verið sökuð um að beita óþarfa ofbeldi í störfum sínum. Þessar vikurnar glíma lögregluþjónar í New Orleans við eftirköst hamfaranna sem urðu þegar fellibylurinn Katrina gekk yfir borgina. „Ég hef verið hér í sex vikur að reyna að halda mér á lífi. Farið þið heim," æpti lögreglumaður, sem síðar sagðist heita sig S.M. Smith á fréttamanninn frá AP. Lögreglumaðurinn hafði þá barið fréttamanninn í magann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×