Erlent

Stan: Tugþúsundir í neyðarskýlum

Tugþúsundir manna hafast nú við í neyðarskýlum í suðurhluta Mexíkó þar sem flóð af völdum fellibylsins Stan hafa lagt hús og önnur mannvirki í rúst. Í nágrannaríkinu El Salvador eru meira en fimmtíu þúsund manns heimilislaus og alls hafa nú um tvö hundruð og fjörutíu manns látist eftir yfirreið fellibylsins um Mið-Ameríku. Auk þess hafa mannvirki á stórum landsvæðum í Hondúras, Gvatemala og Níkaragva einnig orðið illa úti. Rigningu og flóðum virðist loks vera að slota, en yfirvöld í löndunum fimm vara þó enn við hættu á aurskriðum. Flugher Mexíkó mun á næstu dögum flytja um tvö hundruð tonn af matvælum á hamfarasvæðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×