Erlent

2000 fuglar drápust

Um tvö þúsund fuglar drápust á einni nóttu í Tyrklandi úr hinni skæðu fuglaflensu. Fuglarnir voru í eigu bónda sem býr í þorpi í vesturhluta Tyrklands. Stjórnvöld þar í landi hafa í kjölfarið ákveðið að banna allan inn- og útflutning á dýrum. "Því miður urðum við fyrir barðinu á fuglaflensu í fyrradag," sagði Mehdi Eker, landbúnaðarráðherra Tyrklands. "Allt er með kyrrum kjörum núna og við höfum gripið til þeirra varúðarráðstafana sem þörf er á til að veikin berist ekki áfram." Talið er að fuglarnir sem fengu flensuna hafi verið á leið yfir Tyrkland til Afríku. Fuglaflensa greindist einnig í Rúmeníu í gær við landamæri Tyrklands. Ekki er vitað hvort um sama veirustofn hafi verði að ræða og hefur greint í Asíu undanfarin misseri. Flensan greindist í þremur öndum sem drápust í afskekktu þorpi í Rúmeníu í síðasta mánuði. Óttast er að fuglaflensan gæti borist til manna á næstunni og telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að á bilinu tvær til sjö og hálf milljóna manna gætu dáið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×