Erlent

Stálu kreditkortanúmerum

Hollenska lögreglan hefur handtekið þrjá menn, grunaða um að hafa brotist inn í meira en eitt hundrað þúsund einkatölvur um allan heim og stolið þannig kreditkortanúmerum og upplýsingum um bankareikninga. Svo virðist sem mennirnir, sem eru 19, 22 og 27 ára gamlir, hafi notað hugbúnað sem kallaður er „Trójuhesturinn“ til að sýkja tölvur og fá þannig aðgang að öllum upplýsingum sem þær hafa að geyma. Hugbúnaðinn uppfærðu þeir reglulega til að vírusvarnarforrit fyndu hann ekki. Ekki er vitað hversu mikið ránsfé þeir höfðu upp úr glæpastarfseminni, en hollenska lögreglan segir málið afar viðamikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×