Erlent

Spenna fram á síðustu stundu

Skoðanakannanir gefa til kynna að litlu muni á fylgi þeirra Donald Tusk og Lech Kaczynski, tveggja helstu frambjóðendanna, í pólsku forsetakosningunum sem fara fram á morgun. Tusk hefur þó naumt forskot á Kaczynski samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni. Hvorugur er þó líklegur til að fá helming atkvæða sem þarf til tryggja sér sigur. Tólf frambjóðendur eru í boði en fæstir þykja eiga möguleika á embættinu. Hvort sem Kaczynski eða Tusk fagnar sigri er ljóst að stjórnarstefnan verður mun hægrisinnaðri næstu árin en hún hefur verið undanfarin ár. Báðir eru þeir hægrimenn og unnu flokkar þeirra fyrir skemmstu stórsigur á Jafnaðarmönnum sem höfðu skipað afskaplega óvinsæla ríkisstjórn. Kjörstaðir opna klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Fyrstu útgönguspár birtast að líkindum klukkan sex annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×