Erlent

Hætti að leigja hermennina út

Herforingjar í rússneska hernum verða að hætta að leigja hermenn undir sinni stjórn út í verkamanna- og bændastörf. Þetta er mat ráðamanna í varnarmálaráðuneytinu rússneska sem hafa fengið sig fullsadda af fréttum af að spilltir yfirmenn láti hermenn vinna við uppskeru og byggingarstörf. Hermennirnir fá ekkert greitt fyrir vinnuna heldur rennur greiðslan öll í vasa herforingjanna sem leigja þá út til fyrirtækja og einstaklinga. Auk þess mun í það minnsta einn herforingi hafa látið hermenn undir sinni stjórn vinna við byggingu sveitarseturs sem hann var að reisa sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×