Fleiri fréttir Þingið gengur gegn vilja Bush George W. Bush gæti beitt neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn samþykki Bandaríkjaþing að afnema takmarkanir á opinberum fjárframlögum til stofnfrumurannsókna. Fulltrúadeildin hefur fyrir sitt leyti lagt blessun sína yfir það. 25.5.2005 00:01 Draga úr þróun kjarnorkuvopna Íranar munu halda áfram að draga úr þróun kjarnorkuvopna að sögn Jack Straw, utanríkisáðherra Bretlands. Straw lýsti þessu yfir í dag eftir að hafa setið þriggja tíma fund með forsvarsmönnum kjarnorkumála í Íran, ásamt utanríkisráðherrum Þýskalands og Frakklands, þar sem málið var rætt ítarlega. 25.5.2005 00:01 Átti að skjóta vélina niður Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, gaf hernum leyfi til að skjóta niður Cessnu-vél sem flaug yfir Washingtonborg þann 11. maí síðastliðinn. <em>Washington Post</em> greinir frá þessu í dag. 25.5.2005 00:01 Fimm látnir úr veikinni í Noregi Í Noregi fjölgar hermannaveikitilfellum ennþá. Þar hafa nú þrjátíu og fimm greinst með veikina, þar af einn í dag. Fimm eru látnir. 25.5.2005 00:01 Fleiri Palestínumenn deyja Í ársskýrslu Amnesty kemur fram að ísraelskar hersveitir hafi fellt að minnsta kosti 700 Palestínumenn á síðasta ári og þar af að minnsta kosti 150 börn. Í skýrslunni segir að lunginn af þessu mannfalli hafi orðið í gálausum skotárásum og loftárásum á íbúðabyggðir óbreyttra borgara. 25.5.2005 00:01 Kaspíahafsolíu dælt vestur Forsetar Aserbaídsjans, Georgíu og Tyrklands opnuðu í gær, við hátíðlega athöfn í Sangachal suður af Bakú, fyrir flutning jarðolíu um nýja leiðslu frá olíulindunum við Kaspíahaf til útflutningshafnar á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. 25.5.2005 00:01 Íranar fallast á kröfur ESB Fulltrúar Íransstjórnar endurnýjuðu í gær heit sitt um að stefna ekki að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Evrópuríkin höfðu þrýst mjög á Írana að lýsa þessu yfir og í viðræðum tengslahóps Evrópusambandsins, skipuðum utanríkisráðherrum mestu þungavigtarríkja þess, við fulltrúa Írans í Genf í gær fékkst þessi niðurstaða. 25.5.2005 00:01 Reyndu að búa til geislasverð Tveir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna í Bretlandi, tvítugur piltur og 17 ára stúlka, liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að smíða sér geislasverð. Innblásið af ævintýrum Loga geimgengils og Svarthöfða ákvað parið að smíða sér geislasverð með því að fylla hylki af flúorljósaperum með bensíni. 25.5.2005 00:01 Schröder vill keyra á persónukjör Í fyrsta blaðaviðtalinu sem Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, veitti eftir að hann lýsti því yfir að hann vildi flýta kosningum til Sambandsþingins segist hann vilja "mjög persónumiðaða" kosningabaráttu. 25.5.2005 00:01 Létust í umferðarslysi á Írlandi Fimm skólastúlkur létu lífið í árekstri skólabíls og tveggja fólksbíla á Írlandi í gær. Alls voru 50 börn í rútunni og eru sex þeirra talin lífshættulega slösuð en einungis eitt barn slapp óslasað úr skólabílnum sem valt á hliðina. Lögreglan segir að stúlkurnar sem létust hafi verið á aldrinum þrettán til sextán ára en orsök slyssins eru ekki kunn þó mikil rigning hafi eflaust átt sinn þátt í að slysið hafi orðið. 24.5.2005 00:01 Alvarlegasta tilfellið í mörg ár Hermannaveikin sem komin er upp í Noregi er alvarlegasta tilfellið á Norðurlöndum í mörg ár. Óttast að tvöfalt fleiri eigi eftir að veikjast innan fárra daga og þeim sem deyja af völdum veikinnar eigi eftir að fjölga um helming. Nú hafa 93 verið lagðir inn á Östfold-sjúkrahúsið í Fredrikstad vegna gruns um lungnabólgu og staðfest er að 29 þeirra eru með hermannaveikina. Af þeim eru fimm dánir. 24.5.2005 00:01 Einn blóðugasti dagurinn í Írak Írakskir borgarar upplifðu einn blóðugasta dag í tæpt ár í gær en að minnsta kosti 50 Írakar létu lífið í sprengjutilræðum víðs vegar um landið. Rúmlega 600 manns, þar af 50 bandarískir hermenn, hafa fallið í landinu frá því uppreisnarmenn blésu til sóknar í kjölfar myndunar nýrrar ríkisstjórnar landsins í apríl síðastliðnum. 24.5.2005 00:01 Hugðist selja al-Qaida sprengiefni 68 ára gamall Bandaríkjamaður hefur verið handtekinn fyrir að reyna að selja, að hann hélt, félaga í al-Qaida sprengiefni. Sá síðari reyndist þó vera fulltrúi frá alríkislögreglunni þar í landi og var maðurinn sem fyrr segir handtekinn. Ef maðurinn verður sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi og sekt upp á 15 milljónir króna. 24.5.2005 00:01 Bush og Jintao funda á árinu George Bush Bandaríkjaforseti og Hu Jintao, leiðtogi Kína, munu heimsækja hvor annan á þessu ári. Bush hefur ekki verið vinsæll hjá kínverskum yfirvöldum til þessa en í upphafi fyrra kjörtímabilsins síns sagði hann að hann myndi gera allt til að hjálpa Taívan til að verjast ágangi Kína í baráttu sinni til sjálfstæðis. 24.5.2005 00:01 Staðfestir brottför Sýrlandshers Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur staðfest að sýrlenskir hermenn og leyniþjónustumenn séu farnir frá Líbanon. Annan tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Annan sagði fréttamönnum að hann gæti staðfest að brottflutningnum væri lokið alls staðar í landinu og að það ætti einnig við um landamærahéruð ríkjanna. 24.5.2005 00:01 Flóð í suðurhluta Kína Mikil rigning hefur verið í suðurhluta Kína að undanförnu með tilheyrandi flóðum. Björgunarsveitir hafa verið uppteknar við að hjálpa fólki víðs vegar um svæðið en samgöngur hafa gengið brösuglega vegna flóðanna sem enn hafa þó ekki haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Búist er við áframhaldandi rigningu á næstu dögum og undirbúa yfirvöld sig fyrir að ástandið versni. 24.5.2005 00:01 Niðurgeiða Viagra fyrir glæpamenn Um 200 dæmdir kynferðisafbrotamenn í New York ríki í Bandaríkjunum hafa fengið stinningarlyfið Viagra sér að kostnaðarlausu. Mennirnir, sem allir eru taldir líklegir til að brjóta af sér á nýjan leik, hafa nýtt sér Medicaid-kerfið sem virkar á þann veg að skattborgarar greiða niður lyf fyrir þá sem minna mega sín. 24.5.2005 00:01 Óttast að tvöfalt fleiri látist Hermannaveikin, sem blossað hefur upp í Noregi á síðustu sólarhringum, er alvarlegasta tilfelli veikinnar á Norðurlöndum í mörg ár. Óttast er að fjöldi látinna og veikra tvöfaldist á næstu dögum. 24.5.2005 00:01 Kemst upp um barnaníðinga á Ítalíu Lögreglan á Ítalíu hefur yfirheyrt 186 manns, þar á meðal þrjá presta, eftir að upp komst um vefsíðu barnaníðinga á Netinu. Þar voru vistaðar myndir sem sýna börn á aldrinum fjögurra til átta ára pyntuð og beitt kynferðislegu ofbeldi. Auk þriggja presta kaþólsku kirkjunnar eru borgarstjóri, kennari og læknir meðal þeirra sem nýttu sér aðgang að síðunni. 24.5.2005 00:01 Mannvíg halda áfram í Bagdad Tveir Írakar létust í morgun þegar bílasprengja reið af við fjölfarna götu í Bagdad. Að minnsta kosti átta liggja sárir. Rúmlega 600 manns, þar af fimmtíu bandarískir hermenn, hafa fallið í landinu frá því uppreisnarmenn blésu til nýrrar sóknar í kjölfar myndunar nýrrar ríkisstjórnar landsins í síðasta mánuði. 24.5.2005 00:01 Handtóku mannréttindafrömuð Stjórnvöld í Úsbekistan hafa handtekið mannréttindafrömuð sem greindi fréttamönnum frá því þegar úsbekskar hersveitir skutu á og drápu mótmælendur í borginni Andijan um miðjan mánuðinn. Frá þessu greina mannréttindasamtökin Huma Rights Watch og krefjast þess að manninum verði sleppt tafarlaust. Samtökin segja að yfirvöld í Úsbekistan reyni með þessu hindra að umheimurinn fái nákvæmar lýsingar á því sem gerðist 13. maí í Andijan. 24.5.2005 00:01 Auka framlög til þróunarmála Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að auka framlög sín til þróunarmála til þess að styðja við baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn fátækt í heiminum. Fimmtán eldri aðildarþjóðirnar stefna að því að verja að minnsta kosti 0,51 prósenti af þjóðartekjum til hjálparstarfs árið 2010 og 0,7 prósentum af tekjunum fimm árum síðar, en Danir, Svíar, Hollendingar og Lúxemborgara hafa þegar náð þessum markmiðum. 24.5.2005 00:01 Sjö hermenn falla í Írak Sjö bandarískir hermenn féllu í Írak í dag í tveimur sprengjuárásum. Í fyrri árásinni létust þrír hermenn á eftirlitsferð í miðborg Bagdad þegar bílsprengja sprakk nærri ökutæki þeirra. Skömmu síðar var greint frá því að fjórir hermenn hefðu látist í árás í bænum Haswa suður af höfuðborginni. 24.5.2005 00:01 Sæðisþóknun verði ekki skattskyld Rekstaraðilar sæðisbankans Cryos í Árhúsum í Danmörku hafa skorað á Kristian Jensen, fjármálaráðherra, að afturkalla kröfu danskra skattayfirvalda um að sæðisgjafar þurfi að greiða skatt af þóknuninni sem þeir fá fyrir framlag sitt. Bankastjórarnir óttast að þetta verði til þess að mun færri sæðisgjafar fáist, ekki bara vegna peninganna heldur ekki síður vegna þess að margir vilja gefa nafnlaust og það er ekki hægt ef skattayfirvöld þurfa að fá allar upplýsingar um gjafana. 24.5.2005 00:01 Færri smitaðir en óttast var Heilbrigðisyfirvöld í Östfold í Noregi telja nú að færri séu smitaðir af hermannaveiki en óttast var í gær, en þá var talið að fjöldi veikra og látinna myndi hugsanlega tvöfaldast. Alls hafa 33 af þeim rúmlega hundrað, sem leitað hafa til Östfold-sjúkrahússins vegna gruns um smit, greinst með veikina og hafa fimm þeirra látist. Hins vegar hafa aðeins tveir leitað til sjúkrahússins með einhver einkenni frá því snemma í morgun og það bendir til þess færri séu smitaðir en talið var áður. 24.5.2005 00:01 Segja al-Zarqawi sáran Hópur á vegum al-Qaida samtakanna í Írak greindi frá því í dag að Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi samtakanna í landinu, væri særður. Í yfirlýsingu frá hópnum sem birt var á heimsíðu íslamskra öfgamanna kemur þetta fram en þar eru múslímar hvattir til að biðja fyrir leiðtoganum. Ekki hefur fengist staðfest hvort yfirlýsingin er ófölsuð. 24.5.2005 00:01 Mænusóttarfaraldur í Jemen Mænusóttarfaraldur geisar nú í Jemen og hafa 108 börn þegar lamast af hennar völdum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu <em>Reuters</em>. 14 tilfelli hafa einnig greinst í Indónesíu. Bólusetningarherferð er að fara af stað en sjúkdómsins hefur ekki orðið vart í þessum löndum í meira en áratug. Veiran leggst á heila og mænu, einkum hjá börnum undir fimm ára aldri, og getur lamað þau á nokkrum klukkustundum og jafnvel dregið þau til dauða. 24.5.2005 00:01 Sharon vill sleppa fleiri föngum Ariel Sharon, forsætisráðherrra Ísraels, greindi frá því í dag að hann hygðist leggja það til við ríkisstjórn sína að sleppa 400 palestínskum föngum í frekari viðleitni til þess að koma friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sharon er nú staddur í Washington og á fundi með bandarískum stuðningsmönnum Ísraels í dag lýsti hann því enn fremur yfir að traustið milli Ísraela og Palestínumanna myndi aukast ef fyrirhugaður brottflutningur gyðinga úr landnemabyggðum á Gasaströndinni myndi heppnast vel. 24.5.2005 00:01 Rýma byggðir vegna eldgoss Stjórnvöld í Kólumbíu gáfu út fyrirmæli um það í dag að um níu þúsund íbúar í hlíðum eldfjallsins Galeras skyldu fluttir á brott þar sem vísindamenn búast við að fjallið fari að gjósa. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu og telja vísindamenn að gos geti hafist innan nokkurra daga eða vikna. 24.5.2005 00:01 Hátt í 100 á spítala vegna veiki Þeir nálgast hundraðið, sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús í Noregi vegna gruns um hermannaveiki. Veikin sem blossaði upp í Fredrikstad er alvarlegasta tilfelli hennar á Norðurlöndum í mörg ár. 24.5.2005 00:01 Stakk þrjá menn á lestarstöð Maður vopnaður hnífi gekk berserksgang á neðanjarðarlestarstöð í Stokkhólmi í gærkvöld og stakk þrjá menn. Einn þeirra er illa særður. Vitni segja að þær fimmtán mínútur sem liðu áður en lögregla náði að handsama manninn hafi verið líkastar martröð. Ekki er ár liðið síðan sami maður stakk fólk á annarri lestarstöð í borginni. 24.5.2005 00:01 Leigumóðir seldi barn á Netinu Belgísk leigumóðir seldi þriðja aðila barnið á Netinu án vitundar blóðforeldranna. Þá hafði hún reynt að koma barninu í verð hjá enn öðru pari. 24.5.2005 00:01 Ormagöngin óhentug Breskir og bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að svonefnd ormagöng séu ekki hentug til tímaferðalaga. 24.5.2005 00:01 Kalam kemur í heimsókn Dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands á sunnudaginn kemur og mun dvelja hér til 1. júní. 24.5.2005 00:01 Tölvuþrjótar gerast æ kræfari Tölvuþrjótar hafa fundið enn eina aðferðina til að gera tölvunotendum lífið leitt. Til viðbótar við vírus- og ormasendingar eru þeir farnir að ástunda að læsa skjölum í tölvum fólks og heimta lausnargjald fyrir að opna þau aftur. 24.5.2005 00:01 Al-Zarqawi sagður særður Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak hefur notað til að birta yfirlýsingar sínar birtust í gær fregnir um að Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, hefði særst í árás. 24.5.2005 00:01 Barnaklámhringur upprættur Ítalska lögreglan handtók í gær 186 menn sem grunaðir eru um að tilheyra barnaklámhring. Í hópnum eru þrír kaþólskir prestar. 24.5.2005 00:01 Vígvæðingin heldur áfram Herskáir hópar norður-írskra lýðveldissinna ráða enn í sínar raðir menn sem þeir síðan þjálfa í vopnaburði og meðferð sprengiefna. 24.5.2005 00:01 Sprengt við stúlknaskóla Ofbeldið í Írak hélt áfram í gær sem aldrei fyrr. Sex Írakar dóu í sprengingu fyrir utan barnaskóla í Bagdad í gær og sjö bandarískir hermenn biðu bana í árásum í eða við höfuðborgina. 24.5.2005 00:01 800 þúsund börn týnast árlega Tvö óhugnanleg sakamál þar sem börn eru fórnarlömbin hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar að undanförnu. Slíkir harmleikir eru þó því miður ekki einsdæmi. 24.5.2005 00:01 Töldu sig hafna yfir lög Hæstiréttur Pitcairn-eyju hefur hafnað beiðni sex manna á Pitcairn-eyju í Kyrrahafi um að máli þeirra verði vísað frá. 24.5.2005 00:01 Ráðist gegn ópíumbændum Eftir að hafa sætt ámæli fyrir að draga lappirnar í baráttunni við ópíumræktendur hafa afgönsk yfirvöld blásið til stórsóknar síðustu daga. 24.5.2005 00:01 Reyndu að bera klæði á vopnin Leiðtogar rétttrúnaðarkirkjunnar settust í gær á rökstóla í Istanbúl, hinni fornu höfuðborg aust-rómverska keisaradæmisins, og reyndu að leysa þann djúpstæða ágreining sem ríkir í orþódoxu kirkjunni í Ísrael. 24.5.2005 00:01 Ráðherra rauf heimsókn til Japans Wu Yi, varaforsætisráðherra Kína, rauf skyndilega opinbera heimsókn sína til Japans á mánudag og afboðaði fund sem þá stóð til að hún ætti með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Innt eftir skýringum á þessu tilgreindi Kínastjórn í gær reiði vegna heimsókna japanskra ráðamanna í hof þar sem minning japanskra herforingja er heiðruð. 24.5.2005 00:01 NATO býður aðstoð í Darfur Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, greindi frá því í gær að bandalagið hefði ákveðið að bjóða Afríkusambandinu (AU) ýmsa aðstoð við friðargæsluverkefni þess í Darfur-héraði í Súdan. 24.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Þingið gengur gegn vilja Bush George W. Bush gæti beitt neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn samþykki Bandaríkjaþing að afnema takmarkanir á opinberum fjárframlögum til stofnfrumurannsókna. Fulltrúadeildin hefur fyrir sitt leyti lagt blessun sína yfir það. 25.5.2005 00:01
Draga úr þróun kjarnorkuvopna Íranar munu halda áfram að draga úr þróun kjarnorkuvopna að sögn Jack Straw, utanríkisáðherra Bretlands. Straw lýsti þessu yfir í dag eftir að hafa setið þriggja tíma fund með forsvarsmönnum kjarnorkumála í Íran, ásamt utanríkisráðherrum Þýskalands og Frakklands, þar sem málið var rætt ítarlega. 25.5.2005 00:01
Átti að skjóta vélina niður Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, gaf hernum leyfi til að skjóta niður Cessnu-vél sem flaug yfir Washingtonborg þann 11. maí síðastliðinn. <em>Washington Post</em> greinir frá þessu í dag. 25.5.2005 00:01
Fimm látnir úr veikinni í Noregi Í Noregi fjölgar hermannaveikitilfellum ennþá. Þar hafa nú þrjátíu og fimm greinst með veikina, þar af einn í dag. Fimm eru látnir. 25.5.2005 00:01
Fleiri Palestínumenn deyja Í ársskýrslu Amnesty kemur fram að ísraelskar hersveitir hafi fellt að minnsta kosti 700 Palestínumenn á síðasta ári og þar af að minnsta kosti 150 börn. Í skýrslunni segir að lunginn af þessu mannfalli hafi orðið í gálausum skotárásum og loftárásum á íbúðabyggðir óbreyttra borgara. 25.5.2005 00:01
Kaspíahafsolíu dælt vestur Forsetar Aserbaídsjans, Georgíu og Tyrklands opnuðu í gær, við hátíðlega athöfn í Sangachal suður af Bakú, fyrir flutning jarðolíu um nýja leiðslu frá olíulindunum við Kaspíahaf til útflutningshafnar á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. 25.5.2005 00:01
Íranar fallast á kröfur ESB Fulltrúar Íransstjórnar endurnýjuðu í gær heit sitt um að stefna ekki að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Evrópuríkin höfðu þrýst mjög á Írana að lýsa þessu yfir og í viðræðum tengslahóps Evrópusambandsins, skipuðum utanríkisráðherrum mestu þungavigtarríkja þess, við fulltrúa Írans í Genf í gær fékkst þessi niðurstaða. 25.5.2005 00:01
Reyndu að búa til geislasverð Tveir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna í Bretlandi, tvítugur piltur og 17 ára stúlka, liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að smíða sér geislasverð. Innblásið af ævintýrum Loga geimgengils og Svarthöfða ákvað parið að smíða sér geislasverð með því að fylla hylki af flúorljósaperum með bensíni. 25.5.2005 00:01
Schröder vill keyra á persónukjör Í fyrsta blaðaviðtalinu sem Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, veitti eftir að hann lýsti því yfir að hann vildi flýta kosningum til Sambandsþingins segist hann vilja "mjög persónumiðaða" kosningabaráttu. 25.5.2005 00:01
Létust í umferðarslysi á Írlandi Fimm skólastúlkur létu lífið í árekstri skólabíls og tveggja fólksbíla á Írlandi í gær. Alls voru 50 börn í rútunni og eru sex þeirra talin lífshættulega slösuð en einungis eitt barn slapp óslasað úr skólabílnum sem valt á hliðina. Lögreglan segir að stúlkurnar sem létust hafi verið á aldrinum þrettán til sextán ára en orsök slyssins eru ekki kunn þó mikil rigning hafi eflaust átt sinn þátt í að slysið hafi orðið. 24.5.2005 00:01
Alvarlegasta tilfellið í mörg ár Hermannaveikin sem komin er upp í Noregi er alvarlegasta tilfellið á Norðurlöndum í mörg ár. Óttast að tvöfalt fleiri eigi eftir að veikjast innan fárra daga og þeim sem deyja af völdum veikinnar eigi eftir að fjölga um helming. Nú hafa 93 verið lagðir inn á Östfold-sjúkrahúsið í Fredrikstad vegna gruns um lungnabólgu og staðfest er að 29 þeirra eru með hermannaveikina. Af þeim eru fimm dánir. 24.5.2005 00:01
Einn blóðugasti dagurinn í Írak Írakskir borgarar upplifðu einn blóðugasta dag í tæpt ár í gær en að minnsta kosti 50 Írakar létu lífið í sprengjutilræðum víðs vegar um landið. Rúmlega 600 manns, þar af 50 bandarískir hermenn, hafa fallið í landinu frá því uppreisnarmenn blésu til sóknar í kjölfar myndunar nýrrar ríkisstjórnar landsins í apríl síðastliðnum. 24.5.2005 00:01
Hugðist selja al-Qaida sprengiefni 68 ára gamall Bandaríkjamaður hefur verið handtekinn fyrir að reyna að selja, að hann hélt, félaga í al-Qaida sprengiefni. Sá síðari reyndist þó vera fulltrúi frá alríkislögreglunni þar í landi og var maðurinn sem fyrr segir handtekinn. Ef maðurinn verður sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi og sekt upp á 15 milljónir króna. 24.5.2005 00:01
Bush og Jintao funda á árinu George Bush Bandaríkjaforseti og Hu Jintao, leiðtogi Kína, munu heimsækja hvor annan á þessu ári. Bush hefur ekki verið vinsæll hjá kínverskum yfirvöldum til þessa en í upphafi fyrra kjörtímabilsins síns sagði hann að hann myndi gera allt til að hjálpa Taívan til að verjast ágangi Kína í baráttu sinni til sjálfstæðis. 24.5.2005 00:01
Staðfestir brottför Sýrlandshers Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur staðfest að sýrlenskir hermenn og leyniþjónustumenn séu farnir frá Líbanon. Annan tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Annan sagði fréttamönnum að hann gæti staðfest að brottflutningnum væri lokið alls staðar í landinu og að það ætti einnig við um landamærahéruð ríkjanna. 24.5.2005 00:01
Flóð í suðurhluta Kína Mikil rigning hefur verið í suðurhluta Kína að undanförnu með tilheyrandi flóðum. Björgunarsveitir hafa verið uppteknar við að hjálpa fólki víðs vegar um svæðið en samgöngur hafa gengið brösuglega vegna flóðanna sem enn hafa þó ekki haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Búist er við áframhaldandi rigningu á næstu dögum og undirbúa yfirvöld sig fyrir að ástandið versni. 24.5.2005 00:01
Niðurgeiða Viagra fyrir glæpamenn Um 200 dæmdir kynferðisafbrotamenn í New York ríki í Bandaríkjunum hafa fengið stinningarlyfið Viagra sér að kostnaðarlausu. Mennirnir, sem allir eru taldir líklegir til að brjóta af sér á nýjan leik, hafa nýtt sér Medicaid-kerfið sem virkar á þann veg að skattborgarar greiða niður lyf fyrir þá sem minna mega sín. 24.5.2005 00:01
Óttast að tvöfalt fleiri látist Hermannaveikin, sem blossað hefur upp í Noregi á síðustu sólarhringum, er alvarlegasta tilfelli veikinnar á Norðurlöndum í mörg ár. Óttast er að fjöldi látinna og veikra tvöfaldist á næstu dögum. 24.5.2005 00:01
Kemst upp um barnaníðinga á Ítalíu Lögreglan á Ítalíu hefur yfirheyrt 186 manns, þar á meðal þrjá presta, eftir að upp komst um vefsíðu barnaníðinga á Netinu. Þar voru vistaðar myndir sem sýna börn á aldrinum fjögurra til átta ára pyntuð og beitt kynferðislegu ofbeldi. Auk þriggja presta kaþólsku kirkjunnar eru borgarstjóri, kennari og læknir meðal þeirra sem nýttu sér aðgang að síðunni. 24.5.2005 00:01
Mannvíg halda áfram í Bagdad Tveir Írakar létust í morgun þegar bílasprengja reið af við fjölfarna götu í Bagdad. Að minnsta kosti átta liggja sárir. Rúmlega 600 manns, þar af fimmtíu bandarískir hermenn, hafa fallið í landinu frá því uppreisnarmenn blésu til nýrrar sóknar í kjölfar myndunar nýrrar ríkisstjórnar landsins í síðasta mánuði. 24.5.2005 00:01
Handtóku mannréttindafrömuð Stjórnvöld í Úsbekistan hafa handtekið mannréttindafrömuð sem greindi fréttamönnum frá því þegar úsbekskar hersveitir skutu á og drápu mótmælendur í borginni Andijan um miðjan mánuðinn. Frá þessu greina mannréttindasamtökin Huma Rights Watch og krefjast þess að manninum verði sleppt tafarlaust. Samtökin segja að yfirvöld í Úsbekistan reyni með þessu hindra að umheimurinn fái nákvæmar lýsingar á því sem gerðist 13. maí í Andijan. 24.5.2005 00:01
Auka framlög til þróunarmála Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að auka framlög sín til þróunarmála til þess að styðja við baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn fátækt í heiminum. Fimmtán eldri aðildarþjóðirnar stefna að því að verja að minnsta kosti 0,51 prósenti af þjóðartekjum til hjálparstarfs árið 2010 og 0,7 prósentum af tekjunum fimm árum síðar, en Danir, Svíar, Hollendingar og Lúxemborgara hafa þegar náð þessum markmiðum. 24.5.2005 00:01
Sjö hermenn falla í Írak Sjö bandarískir hermenn féllu í Írak í dag í tveimur sprengjuárásum. Í fyrri árásinni létust þrír hermenn á eftirlitsferð í miðborg Bagdad þegar bílsprengja sprakk nærri ökutæki þeirra. Skömmu síðar var greint frá því að fjórir hermenn hefðu látist í árás í bænum Haswa suður af höfuðborginni. 24.5.2005 00:01
Sæðisþóknun verði ekki skattskyld Rekstaraðilar sæðisbankans Cryos í Árhúsum í Danmörku hafa skorað á Kristian Jensen, fjármálaráðherra, að afturkalla kröfu danskra skattayfirvalda um að sæðisgjafar þurfi að greiða skatt af þóknuninni sem þeir fá fyrir framlag sitt. Bankastjórarnir óttast að þetta verði til þess að mun færri sæðisgjafar fáist, ekki bara vegna peninganna heldur ekki síður vegna þess að margir vilja gefa nafnlaust og það er ekki hægt ef skattayfirvöld þurfa að fá allar upplýsingar um gjafana. 24.5.2005 00:01
Færri smitaðir en óttast var Heilbrigðisyfirvöld í Östfold í Noregi telja nú að færri séu smitaðir af hermannaveiki en óttast var í gær, en þá var talið að fjöldi veikra og látinna myndi hugsanlega tvöfaldast. Alls hafa 33 af þeim rúmlega hundrað, sem leitað hafa til Östfold-sjúkrahússins vegna gruns um smit, greinst með veikina og hafa fimm þeirra látist. Hins vegar hafa aðeins tveir leitað til sjúkrahússins með einhver einkenni frá því snemma í morgun og það bendir til þess færri séu smitaðir en talið var áður. 24.5.2005 00:01
Segja al-Zarqawi sáran Hópur á vegum al-Qaida samtakanna í Írak greindi frá því í dag að Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi samtakanna í landinu, væri særður. Í yfirlýsingu frá hópnum sem birt var á heimsíðu íslamskra öfgamanna kemur þetta fram en þar eru múslímar hvattir til að biðja fyrir leiðtoganum. Ekki hefur fengist staðfest hvort yfirlýsingin er ófölsuð. 24.5.2005 00:01
Mænusóttarfaraldur í Jemen Mænusóttarfaraldur geisar nú í Jemen og hafa 108 börn þegar lamast af hennar völdum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu <em>Reuters</em>. 14 tilfelli hafa einnig greinst í Indónesíu. Bólusetningarherferð er að fara af stað en sjúkdómsins hefur ekki orðið vart í þessum löndum í meira en áratug. Veiran leggst á heila og mænu, einkum hjá börnum undir fimm ára aldri, og getur lamað þau á nokkrum klukkustundum og jafnvel dregið þau til dauða. 24.5.2005 00:01
Sharon vill sleppa fleiri föngum Ariel Sharon, forsætisráðherrra Ísraels, greindi frá því í dag að hann hygðist leggja það til við ríkisstjórn sína að sleppa 400 palestínskum föngum í frekari viðleitni til þess að koma friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sharon er nú staddur í Washington og á fundi með bandarískum stuðningsmönnum Ísraels í dag lýsti hann því enn fremur yfir að traustið milli Ísraela og Palestínumanna myndi aukast ef fyrirhugaður brottflutningur gyðinga úr landnemabyggðum á Gasaströndinni myndi heppnast vel. 24.5.2005 00:01
Rýma byggðir vegna eldgoss Stjórnvöld í Kólumbíu gáfu út fyrirmæli um það í dag að um níu þúsund íbúar í hlíðum eldfjallsins Galeras skyldu fluttir á brott þar sem vísindamenn búast við að fjallið fari að gjósa. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu og telja vísindamenn að gos geti hafist innan nokkurra daga eða vikna. 24.5.2005 00:01
Hátt í 100 á spítala vegna veiki Þeir nálgast hundraðið, sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús í Noregi vegna gruns um hermannaveiki. Veikin sem blossaði upp í Fredrikstad er alvarlegasta tilfelli hennar á Norðurlöndum í mörg ár. 24.5.2005 00:01
Stakk þrjá menn á lestarstöð Maður vopnaður hnífi gekk berserksgang á neðanjarðarlestarstöð í Stokkhólmi í gærkvöld og stakk þrjá menn. Einn þeirra er illa særður. Vitni segja að þær fimmtán mínútur sem liðu áður en lögregla náði að handsama manninn hafi verið líkastar martröð. Ekki er ár liðið síðan sami maður stakk fólk á annarri lestarstöð í borginni. 24.5.2005 00:01
Leigumóðir seldi barn á Netinu Belgísk leigumóðir seldi þriðja aðila barnið á Netinu án vitundar blóðforeldranna. Þá hafði hún reynt að koma barninu í verð hjá enn öðru pari. 24.5.2005 00:01
Ormagöngin óhentug Breskir og bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að svonefnd ormagöng séu ekki hentug til tímaferðalaga. 24.5.2005 00:01
Kalam kemur í heimsókn Dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands á sunnudaginn kemur og mun dvelja hér til 1. júní. 24.5.2005 00:01
Tölvuþrjótar gerast æ kræfari Tölvuþrjótar hafa fundið enn eina aðferðina til að gera tölvunotendum lífið leitt. Til viðbótar við vírus- og ormasendingar eru þeir farnir að ástunda að læsa skjölum í tölvum fólks og heimta lausnargjald fyrir að opna þau aftur. 24.5.2005 00:01
Al-Zarqawi sagður særður Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak hefur notað til að birta yfirlýsingar sínar birtust í gær fregnir um að Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, hefði særst í árás. 24.5.2005 00:01
Barnaklámhringur upprættur Ítalska lögreglan handtók í gær 186 menn sem grunaðir eru um að tilheyra barnaklámhring. Í hópnum eru þrír kaþólskir prestar. 24.5.2005 00:01
Vígvæðingin heldur áfram Herskáir hópar norður-írskra lýðveldissinna ráða enn í sínar raðir menn sem þeir síðan þjálfa í vopnaburði og meðferð sprengiefna. 24.5.2005 00:01
Sprengt við stúlknaskóla Ofbeldið í Írak hélt áfram í gær sem aldrei fyrr. Sex Írakar dóu í sprengingu fyrir utan barnaskóla í Bagdad í gær og sjö bandarískir hermenn biðu bana í árásum í eða við höfuðborgina. 24.5.2005 00:01
800 þúsund börn týnast árlega Tvö óhugnanleg sakamál þar sem börn eru fórnarlömbin hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar að undanförnu. Slíkir harmleikir eru þó því miður ekki einsdæmi. 24.5.2005 00:01
Töldu sig hafna yfir lög Hæstiréttur Pitcairn-eyju hefur hafnað beiðni sex manna á Pitcairn-eyju í Kyrrahafi um að máli þeirra verði vísað frá. 24.5.2005 00:01
Ráðist gegn ópíumbændum Eftir að hafa sætt ámæli fyrir að draga lappirnar í baráttunni við ópíumræktendur hafa afgönsk yfirvöld blásið til stórsóknar síðustu daga. 24.5.2005 00:01
Reyndu að bera klæði á vopnin Leiðtogar rétttrúnaðarkirkjunnar settust í gær á rökstóla í Istanbúl, hinni fornu höfuðborg aust-rómverska keisaradæmisins, og reyndu að leysa þann djúpstæða ágreining sem ríkir í orþódoxu kirkjunni í Ísrael. 24.5.2005 00:01
Ráðherra rauf heimsókn til Japans Wu Yi, varaforsætisráðherra Kína, rauf skyndilega opinbera heimsókn sína til Japans á mánudag og afboðaði fund sem þá stóð til að hún ætti með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Innt eftir skýringum á þessu tilgreindi Kínastjórn í gær reiði vegna heimsókna japanskra ráðamanna í hof þar sem minning japanskra herforingja er heiðruð. 24.5.2005 00:01
NATO býður aðstoð í Darfur Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, greindi frá því í gær að bandalagið hefði ákveðið að bjóða Afríkusambandinu (AU) ýmsa aðstoð við friðargæsluverkefni þess í Darfur-héraði í Súdan. 24.5.2005 00:01