Erlent

Alvarlegasta tilfellið í mörg ár

Hermannaveikin sem komin er upp í Noregi er alvarlegasta tilfellið á Norðurlöndum í mörg ár. Óttast að tvöfalt fleiri eigi eftir að veikjast innan fárra daga og þeim sem deyja af völdum veikinnar eigi eftir að fjölga um helming. Nú hafa 93 verið lagðir inn á Östfold-sjúkrahúsið í Fredrikstad vegna gruns um lungnabólgu og staðfest er að 29 þeirra eru með hermannaveikina. Af þeim eru fimm dánir. Þá eru sjö alvarlega veikir og af þeim eru þrír í lífshættu. Haldi fram sem horfir þarf sjúkrahúsið að leita eftir aðstoð frá öðrum sjúkrahúsum. Landlæknir í Noregi skorar á börn og eldra fólk að halda sig fjarri verslunarmiðsöðvum í Fredrikstad og Sarpsborg þar til búið verður að komast að upptökum sýkingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×