Erlent

NATO býður aðstoð í Darfur

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, greindi frá því í gær að bandalagið hefði ákveðið að bjóða Afríkusambandinu (AU) ýmsa aðstoð við friðargæsluverkefni þess í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðleg ráðstefna um ástandið í Darfur hefst í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu, á morgun og af því tilefni ákvað NATO að bjóða ýmiss konar tæknilega aðstoð, en áður hafði Evrópusambandið boðist til að sjá um flutninga á hinu 7.700 manna friðargæsluliði sem mun fara á vegum Afríkusambandsins á vettvang í Darfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×