Erlent

Rýma byggðir vegna eldgoss

Stjórnvöld í Kólumbíu gáfu út fyrirmæli um það í dag að um níu þúsund íbúar í hlíðum eldfjallsins Galeras skyldu fluttir á brott þar sem vísindamenn búast við að fjallið fari að gjósa. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu og telja vísindamenn að gos geti hafist innan nokkurra daga eða vikna. Lítið gos var í Galeras, sem er nærri landamærum Ekvadors, í nóvember síðastliðnum en það hafði ekki teljandi áhrif á íbúa svæðisins. Tíu vísindamenn létust  hins vegar árið 1993 þegar þeir klifruðu upp að gíg eldfjallsins í litlu gosi það ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×