Erlent

Sharon vill sleppa fleiri föngum

Ariel Sharon, forsætisráðherrra Ísraels, greindi frá því í dag að hann hygðist leggja það til við ríkisstjórn sína að sleppa 400 palestínskum föngum í frekari viðleitni til þess að koma friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sharon er nú staddur í Washington og á fundi með bandarískum stuðningsmönnum Ísraels í dag lýsti hann því enn fremur yfir að traustið milli Ísraela og Palestínumanna myndi aukast ef fyrirhugaður brottflutningur gyðinga úr landnemabyggðum á Gasaströndinni myndi heppnast vel. Ísraelar hafa þegar sleppt um 500 Palestínumönnum úr ísraelskum fangelsum en það gerðu þeir í kjölfar þess að Sharon og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sömdu um vopnahlé í febrúar síðastliðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×