Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 10:01 Ísland körfubolti Eurobasket EM Katowice í Póllandi. Ísland tapaði 83-71 gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Strákarnir okkar stóðu í öflugu liði Ísraels í fyrri hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega, hittu ekki úr skotum og drógust of langt aftur úr til að eiga möguleika á sigri. Þetta var fyrsti leikur Íslands á mótinu en framundan eru fjórir leikir til viðbótar næstu vikuna. Sigur gegn Ísrael hefðu verið frekar óvænt en mjög öflug úrslit. Ísland spilar næst á laugardaginn við Belgíu og á fínan séns á sínum fyrsta sigri á stórmóti þar. Til þess að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit þarf Ísland þó að vinna allavega tvo leiki. Leikurinn gegn Belgíu er því algjör lykilleikur vegna þess að möguleikinn á sigri er ekki eins mikill gegn Póllandi, Slóveníu eða Frakklandi. En Ísland gæti vel unnið Belgíu og stolið sigri úr einhverjum af hinum leikjunum, ef liðið spilar eins og það gerði á löngum kafla í fyrri hálfleik gegn Ísrael í dag. Lengi af stað og slakur varnarleikur í upphafi Liðin voru bæði lengi af stað og skoruðu lítið fyrstu mínúturnar. Ísland tók sér enn meiri tíma en Ísrael og lenti sex stigum undir eftir slakan varnarkafla þar sem Ísraelarnir komust óáreittir inn í íslenska teiginn, en fljótlega eftir það fóru strákarnir okkar að gera sig gildandi Flottir fyrir hálfleik Tryggvi Hlinason og Elvar Már Friðriksson áttu mestan þátt í því að minnka muninn en Martin Hermannsson náði sér ekki strik í fyrri hálfleik. Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Elvar leiddi stigasöfnunina í fyrri hálfleik, setti nokkur góð skot og skilaði ellefu stigum. Elvar Már setti stór og góð skot. vísir / hulda margrét Tryggvi var ekki langt á eftir honum, skoraði níu stig í fyrri hálfleik en lét mest til sín taka í frákastabaráttunni undir körfunni og reif ellefu bolta niður af spjaldinu í fyrri hálfleik. Tryggvi var illviðráðanlegur í teignum. vísir / hulda margrét Tvær troðslur Tryggva eftir sóknarfráköst gerðu líka mikið fyrir liðið en sérstaklega stuðningsmenn Íslands, svokölluð íkveikja fyrir stúkuna, að sjá sveitastrákinn svona sterkan. Fjórum stigum undir en ekki áhyggjufullir Þrátt fyrir að Ísrael hafi leitt allan fyrri hálfleikinn og verið fjórum stigum yfir, 36-32 þegar flautað var til hlés, var Ísland vel inni í leiknum. Engin ástæða virtist til að hafa áhyggjur fyrir seinni hálfleikinn, en það afsannaðist fljótt. Strákarnir okkar fóru brosandi inn í hálfleik en brosið snerist fljótt í skeifu. vísir / hulda margrét Versta mögulega byrjun á seinni hálfleik Seinni hálfleikur fór eins illa af stað og hægt er að hugsa sér. Ísland hitti eiginlega ekkert og spilaði slaka vörn gegn Ísraelum sem snögghitnuðu og slökktu í sigurvonum Íslands. Roman Sorkin lék landann grátt og setti stór skot í upphafi seinni hálfleiks meðan Ísrael tók 15-2 áhlaup. Vonin úti en versnaði allavega Eftir það varð verkefnið margfalt erfiðara og ekki auðveldara eftir því sem leið á, en staðan versnaði allavega ekki. Ísland minnkaði muninn aðeins en náði sér aldrei almennilega aftur á strik á meðan Ísraelar héldu sama dampi. Leiknum lauk með tólf stiga tapi Íslands, 83-71 í leik sem Ísrael leiddi allan tímann. Ísland hitti illa úr sínum skotum og tókst engan veginn að stoppa hættulegustu menn Ísraels, Roman Sorkin og Deni Avdija. Íslenska vörnin stóð oft gáttuð og gat ekki staðið í vegi fyrir NBA-stjörnunni Deni Avdija. vísir / hulda margrét EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Ísland tapaði 83-71 gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Strákarnir okkar stóðu í öflugu liði Ísraels í fyrri hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega, hittu ekki úr skotum og drógust of langt aftur úr til að eiga möguleika á sigri. Þetta var fyrsti leikur Íslands á mótinu en framundan eru fjórir leikir til viðbótar næstu vikuna. Sigur gegn Ísrael hefðu verið frekar óvænt en mjög öflug úrslit. Ísland spilar næst á laugardaginn við Belgíu og á fínan séns á sínum fyrsta sigri á stórmóti þar. Til þess að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit þarf Ísland þó að vinna allavega tvo leiki. Leikurinn gegn Belgíu er því algjör lykilleikur vegna þess að möguleikinn á sigri er ekki eins mikill gegn Póllandi, Slóveníu eða Frakklandi. En Ísland gæti vel unnið Belgíu og stolið sigri úr einhverjum af hinum leikjunum, ef liðið spilar eins og það gerði á löngum kafla í fyrri hálfleik gegn Ísrael í dag. Lengi af stað og slakur varnarleikur í upphafi Liðin voru bæði lengi af stað og skoruðu lítið fyrstu mínúturnar. Ísland tók sér enn meiri tíma en Ísrael og lenti sex stigum undir eftir slakan varnarkafla þar sem Ísraelarnir komust óáreittir inn í íslenska teiginn, en fljótlega eftir það fóru strákarnir okkar að gera sig gildandi Flottir fyrir hálfleik Tryggvi Hlinason og Elvar Már Friðriksson áttu mestan þátt í því að minnka muninn en Martin Hermannsson náði sér ekki strik í fyrri hálfleik. Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Elvar leiddi stigasöfnunina í fyrri hálfleik, setti nokkur góð skot og skilaði ellefu stigum. Elvar Már setti stór og góð skot. vísir / hulda margrét Tryggvi var ekki langt á eftir honum, skoraði níu stig í fyrri hálfleik en lét mest til sín taka í frákastabaráttunni undir körfunni og reif ellefu bolta niður af spjaldinu í fyrri hálfleik. Tryggvi var illviðráðanlegur í teignum. vísir / hulda margrét Tvær troðslur Tryggva eftir sóknarfráköst gerðu líka mikið fyrir liðið en sérstaklega stuðningsmenn Íslands, svokölluð íkveikja fyrir stúkuna, að sjá sveitastrákinn svona sterkan. Fjórum stigum undir en ekki áhyggjufullir Þrátt fyrir að Ísrael hafi leitt allan fyrri hálfleikinn og verið fjórum stigum yfir, 36-32 þegar flautað var til hlés, var Ísland vel inni í leiknum. Engin ástæða virtist til að hafa áhyggjur fyrir seinni hálfleikinn, en það afsannaðist fljótt. Strákarnir okkar fóru brosandi inn í hálfleik en brosið snerist fljótt í skeifu. vísir / hulda margrét Versta mögulega byrjun á seinni hálfleik Seinni hálfleikur fór eins illa af stað og hægt er að hugsa sér. Ísland hitti eiginlega ekkert og spilaði slaka vörn gegn Ísraelum sem snögghitnuðu og slökktu í sigurvonum Íslands. Roman Sorkin lék landann grátt og setti stór skot í upphafi seinni hálfleiks meðan Ísrael tók 15-2 áhlaup. Vonin úti en versnaði allavega Eftir það varð verkefnið margfalt erfiðara og ekki auðveldara eftir því sem leið á, en staðan versnaði allavega ekki. Ísland minnkaði muninn aðeins en náði sér aldrei almennilega aftur á strik á meðan Ísraelar héldu sama dampi. Leiknum lauk með tólf stiga tapi Íslands, 83-71 í leik sem Ísrael leiddi allan tímann. Ísland hitti illa úr sínum skotum og tókst engan veginn að stoppa hættulegustu menn Ísraels, Roman Sorkin og Deni Avdija. Íslenska vörnin stóð oft gáttuð og gat ekki staðið í vegi fyrir NBA-stjörnunni Deni Avdija. vísir / hulda margrét