Erlent

Niðurgeiða Viagra fyrir glæpamenn

Um 200 dæmdir kynferðisafbrotamenn í New York ríki í Bandaríkjunum hafa fengið stinningarlyfið Viagra sér að kostnaðarlausu. Mennirnir, sem allir eru taldir líklegir til að brjóta af sér á nýjan leik, hafa nýtt sér Medicaid-kerfið sem virkar á þann veg að skattborgarar greiða niður lyf fyrir þá sem minna mega sín. Málið er komið á borð ríkisstjórnar Bush Bandaríkjaforseta sem hefur verið beðinn um að koma í veg fyrir að glæpamenn fái niðurgreitt stinningarlyf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×