Erlent

Barnaklámhringur upprættur

Ítalska lögreglan handtók í gær 186 menn sem grunaðir eru um að tilheyra barnaklámhring. Í hópnum eru þrír kaþólskir prestar. Hópurinn hafði komið sér upp lokaðri heimasíðu á netinu sem hýsti fjölda mynda af misnotkun á börnum. Síðan hafði aðeins verið á netinu í níu daga þegar yfirvöld komust á snoðir um hana í júlí á síðasta ári og lokuðu henni. Í gær réðst svo lögreglan til atlögu víða um land gegn 159 níðingum en hinir 27 höfðu verið gripnir mánuðina þar á undan. Auk prestanna voru bæjarstjóri, lögregluforingi og félagsráðgjafi í hópnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×