Erlent

Bush og Jintao funda á árinu

George Bush Bandaríkjaforseti og Hu Jintao, leiðtogi Kína, munu heimsækja hvor annan á þessu ári. Bush hefur ekki verið vinsæll hjá kínverskum yfirvöldum til þessa en í upphafi fyrra kjörtímabilsins síns sagði hann að hann myndi gera allt til að hjálpa Taívan til að verjast ágangi Kína í baráttu sinni til sjálfstæðis. Samskipti Kína og Bandaríkjanna styrktust þó eftir 11. september þegar Kína studdi áætlanir Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×