Erlent

Al-Zarqawi sagður særður

Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak hefur notað til að birta yfirlýsingar sínar birtust í gær fregnir um að Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, hefði særst í árás. Fréttin hefur ekki fengist staðfest enda kemur þar hvorki fram hvenær né hvar al-Zarqawi á að hafa særst. Fyrr í mánuðinum bárust hins vegar óstaðfestar fréttir af því að bandarískir leyniþjónustu menn væru að rannsaka orðróm þess efni að al-Zarqawi hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi í bænum Ramadi. Yfirlýsingin sem birt var í gær er sögð vera skrifuð af Abu Maysarah al-Iraqi, sem er talinn nokkurs konar blaðafulltrúi írösku samtakanna. Þar eru múslimar hvattir til að biðja fyrir skjótum bata al-Zarqawi. Í fyrradag lýsti svo grunaður hryðjuverkamaður sem réttað er yfir í Jórdaníu þessa dagana að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída, og al-Zarqawi áformuðu að stofna kalífadæmi á næstu misserum. Fyrstu aldirnar eftir dauða Múhameðs spámanns var hinum íslamska heimi stýrt af kalífum sem gegndi bæði pólitísku og trúarlegu hlutverki. Stjórn landsins var auk þess byggð á kennisetningum trúarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×