Erlent

Íranar fallast á kröfur ESB

Fulltrúar Íransstjórnar endurnýjuðu í gær heit sitt um að stefna ekki að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Evrópuríkin höfðu þrýst mjög á Írana að lýsa þessu yfir og í viðræðum tengslahóps Evrópusambandsins, skipuðum utanríkisráðherrum mestu þungavigtarríkja þess, við fulltrúa Írans í Genf í gær fékkst þessi niðurstaða, að því er breski utanríkisráðherrann Jack Straw greindi frá. Til viðræðnanna var kallað með því fororði að féllust Íranar ekki á kröfurnar varðandi kjarnorkuvæðingaráætlun þeirra yrðu þeir látnir svara til saka fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að dæma ríki til að sæta viðskiptaþvingunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×