Erlent

Kemst upp um barnaníðinga á Ítalíu

Lögreglan á Ítalíu hefur yfirheyrt 186 manns, þar á meðal þrjá presta, eftir að upp komst um vefsíðu barnaníðinga á Netinu. Þar voru vistaðar myndir sem sýna börn á aldrinum fjögurra til átta ára pyntuð og beitt kynferðislegu ofbeldi. Auk þriggja presta kaþólsku kirkjunnar eru borgarstjóri, kennari og læknir meðal þeirra sem nýttu sér aðgang að síðunni. Lögregla hefur lagt hald á tölvur þeirra en enginn hefur verið formlega ákærður enn þá. Níðingarnir gerðu sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að lögregla kæmist á snoðir um síðuna. Hennar var gætt með lykilorði og hún var einungis opin í níu daga allt síðasta ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×