Erlent

Reyndu að búa til geislasverð

Tveir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna í Bretlandi, tvítugur piltur og 17 ára stúlka, liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að smíða sér geislasverð. Innblásið af ævintýrum Loga geimgengils og Svarthöfða ákvað parið að smíða sér geislasverð með því að fylla hylki af flúorljósaperum með bensíni. Ætlunin var að taka skylmingabardaga upp á myndband. Fólkið slasaðist hins vegar þegar annað "geislasverðið" sprakk í loft upp. Fólkið var flutt á brunadeild til aðhlynningar og mun vera mikið slasað. Annar maður var á svæðinu og hefur verið yfirheyrður af lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×