Erlent

Flóð í suðurhluta Kína

Mikil rigning hefur verið í suðurhluta Kína að undanförnu með tilheyrandi flóðum. Björgunarsveitir hafa verið uppteknar við að hjálpa fólki víðs vegar um svæðið en samgöngur hafa gengið brösuglega vegna flóðanna sem enn hafa þó ekki haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Búist er við áframhaldandi rigningu á næstu dögum og undirbúa yfirvöld sig fyrir að ástandið versni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×