Erlent

Auka framlög til þróunarmála

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að auka framlög sín til þróunarmála til þess að styðja við baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn fátækt í heiminum. Fimmtán eldri aðildarþjóðirnar stefna að því að verja að minnsta kosti 0,51 prósenti af þjóðartekjum til hjálparstarfs árið 2010 og 0,7 prósentum af tekjunum fimm árum síðar, en Danir, Svíar, Hollendingar og Lúxemborgara hafa þegar náð þessum markmiðum. Hinar tíu yngri aðildarþjóðir, sem flestar eru í Austur-Evrópu, fara sér hins vegar hægar og stefna að því að 0,33 prósent af þjóðartekjum til þróunarmála árið 2015. Með þessari samþykkt vilja Evrópusambandsþjóðirnar þrýsta á aðrar ríkar þjóðir, eins og Japana og Bandaríkjamenn, að fylgja fordæmi sínu, en reiknað hefur verið út að framlög til þróunarmála aukist um 20 milljarða evra, 1600 milljarða íslenskra króna, á ári frá árinu 2010 ef markmið Evrópuríkjanna nást.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×