Fleiri fréttir

Blettur í laki líkist Maríu mey

Blettur í laki getur ekki verið tilefni til fréttar - nema í þessu tilviki. Góðhjartaður Ástrali gaf meðal annars rúmlak á fatalager góðgerðasamtaka þar í landi. Blettur í lakinu vakti þar mikla athygli þar sem hann þótti líkjast Maríu mey. Prestur sem var kallaður á staðinn var fullur efasemda og taldi ekki að um kraftaverk væri að ræða.

Ólgan vex í Kirgisistan

Spenna vex enn í Kirgisistan. Stjórnarandstæðingar ráða lögum og lofum í nokkrum bæjum í suðurhluta landsins og virðast þeir heldur vera að sækja í sig veðrið.

Schiavo enn án næringar

Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Georgíuríki hafnaði í gær beiðni foreldra Terri Schiavo um að fyrirskipa að henni yrði gefin næring á nýjan leik.

Sprengt í Beirút

Þrír fórust í öflugri sprengjutilræði í Beirút í gærmorgun. Sprengingin varð í hverfi sem er einkum byggt kristnum mönnum en þeir hafa verið í fylkingarbrjósti mótmælenda gegn sýrlenskum hersveitum að undanförnu.

Áttatíu uppreisnarmönnum banað

Bandarískar og íraskar hersveitir réðust til atlögu við íraska uppreisnarmenn í fyrradag og lyktaði þeim átökum með að 80 skæruliðar lágu í valnum.

Margt býr í andlitinu

Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkjunauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun.

Áratuga málarekstur

Draugar fortíðarinnar halda áfram að elta John Demjanjuk, 84 ára gamlan Bandaríkjamann af úkraínsku bergi brotnu.

Fiskidagurinn mikli í Nígeríu

Það er mikið um dýrðir í Argungu í Nígeríu þessa dagana þar sem árleg fiskveiðikeppni er haldin í fljótinu Matan Fada.

Börn reykjandi mæðra vitgrennri

Börn mæðra sem reykja á meðgöngu verða á fullorðinsárum ekki eins greind og börn mæðra sem ekki reykja. Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar.

Konunglegur lögskilnaður

Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa hafa nú sótt um formlegan skilnað, réttu hálfu ári eftir að tilkynnt var að þau væru skilin að borði og sæng.

Havaxtarhvetjandi aðgerðir í ESB

Leiðtogar Evrópusambandsins luku í gær tveggja daga vorfundi sínum í Brussel með samþykkt um breytingar á svonefndum stöðugleikasáttmála Efnahags- og myntbandalagsins. Breytingunum var fagnað sem tímabæru tæki til vinna gegn niðursveiflunni í efnahagslífi kjarnaríkja evru-svæðisins. Áform um samkeppni í þjónustugeiranum voru útvötnuð að hluta. 

Skyldaðir í þýskunám

Útlendingum, sem ekki hafa þýsku að móðurmáli, kann að verða gert að taka 300 þýskukennslutíma til að uppfylla skilyrði fyrir varanlegu dvalarleyfi í Austurríki. Kveðið er á um þetta í stjórnarfrumvarpi sem er til umfjöllunar á austurríska þinginu. </font />

Í verkfalli í þrettán ár

Verkamenn í valhnetuvinnslu í Kaliforníu hafa ákveðið að binda enda á verkfall sem staðið hafði í þrettán og hálft ár. Meðlimir verkalýðsfélagsins lögðu niður störf verksmiðjuna í september 1991 vegna kjaradeilu. Nú hafa þeir loks samþykkt nýjan fimm ára kjarasamning. Flestir eru þeir þó fyrir löngu búnir að ráða sig annað. 

Gekk berserksgang í menntaskóla

Níu manns liggja í valnum eftir að bandarískur menntaskólanemi gekk berserksgang og skaut á hvað sem fyrir varð í menntaskólanum sínum. 

Hóta árásum á kirkjur

Óþekktur hópur sem lýst hefur yfir ábyrgð á sprengjuárás í smáríkinu Katar við Persaflóa sl. helgi hefur hótað frekari árásum. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birtist á vefsíðu í gær segir að fyrir dyrum standi árásir á kirkjur og aðra samkomustaði í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Ítalíu.

Hafa aukið við kjarnorkuvopnabúrið

Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa aukið verulega við kjarnorkuvopnabúr sitt undanfarið vegna óvinveittra skilaboða víða að. Þá sagði einnig í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem send var út í gær að fyrir dyrum stæði að gera allan herafla landsins kláran, ef ske kynni að óvinir landsins færu að sýna tilburði til innrásar.

Dómarinn gefur ekkert upp

Dómari í máli Terri Schiavo, heilasködduðu bandarísku konunnar sem hatrammar deilur standa nú um, gefur engar upplýsingar um það hvenær hann úrskurðar í málinu. Næringagjöf Schiavo var hætt á föstudaginn í síðustu viku og hún hefur hvorki fengið vott né þurrt síðan.

Jógúrt við andfýlu

Ef andfýlan er að drepa alla í kringum þig þá er hjálpin nær en margur heldur. Vísindamenn segja nú að hrein, sykurlaus jógúrt komi í veg fyrir bæði andfýlu, tannskemmdir og tannholdssjúkdóma.

Sogaðist inn í kjötkvörn

Norskur pylsugerðarmaður sogaðist inn í kjötkvörn í gær og lést samstundis. Samstarfsfólk mannsins fékk taugaáfall og varð að leita sér læknisfræðilegrar aðstoðar. Lögreglan í Ósló hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til eftir páska.

Framleiða friðsamlega kjarnorku

Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag.

Rússnesk herþyrla hrapaði

Sex eru taldir af eftir að rússnesk herþyrla hrapaði í Tsjetsjeníu í dag. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði en tsjetsjenskir skæruliðar hafa skotið niður nokkrar þyrlur á flugi yfir sjálfsstjórnarhéraðinu í gegnum tíðina.

Ökumaður sendibíls drepinn

Ökumaður sendibíls var skotinn til bana af lögreglunni í Bretlandi í morgun eftir að hafa ekið á móti umferð og ógnað lögreglumönnum í kjölfarið.

Schiavo fær að deyja

Nú sér fyrir endann á deilum vandamanna Terri Schiavo um hvort þessi heilaskaddaða kona fái að lifa eða deyja. Alríkisdómari hefur úrskurðað að ekki skuli hefja næringjargjöf á nýjan leik.

Ráðherra með skammbyssu

Varnarmálaráðherra Danmerkur var með skammbyssu í belti þegar hann heimsótti danska hermenn í Afganistan í síðustu viku. Mynd af ráðherranum með byssuna er birt á vefútgáfu Politiken í dag.

Spenna fer vaxandi í Kirgisistan

Ólga vex enn í fyrrum Sovétlýðveldinu Kirgisistan. Stjórnarandstæðingar segjast berjast fyrir lýðræðisumbótum en Akayev forseti og talsmenn hans segja að glæpamenn séu að reyna að ná undirtökunum í landinu.

Arabafundur veldur vonbrigðum

Fundur leiðtoga Arabaríkjanna í Algeirsborg í Alsír sem hófst í gær virðist ætla að skila litlu.

Norður-Kóreumenn iðnir við kolann

Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í gær að þeir hefðu stækkað kjarnavopnabúr sitt svo að þeir gætu varist árásum óvina sinna.

Myrti níu og stytti sér svo aldur

Níu manns féllu fyrir hendi unglingspilts sem gekk berserkgang á verndarsvæði indíána áður en hann svipti sig lífi. Sjónarvottar segja að pilturinn hafi virst viti sínu fjær þegar hann framdi ódæðið.

Von á frekari stríðsátökum?

Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum?

Vopnasölubann í brennidepli

Þrýst var á leiðtoga Evrópusambandsins á fundi þeirra í Brussel í gær að fresta ákvörðun um að aflétta í áföngum vopnasölubanni á Kína. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sagði að áframhaldandi mannréttindabrot í Kína og ný lög um Taívan hefðu skapað "mjög erfitt pólitískt andrúmsloft" fyrir tilburði til að aflétta banninu.

Stjórnarkreppa í Eistlandi

Flokkarnir þrír, sem myndað hafa ríkisstjórnarmeirihlutann í Eistlandi síðustu tvö árin, sátu í gær að samningaviðræðum um myndun nýrrar stjórnar eftir að forsætisráðherrann Juhan Parts baðst óvænt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Það gerði hann á mánudag, í kjölfar þess að vantraustsyfirlýsing á dómsmálaráðherrann var samþykkt í þinginu.

Framboð Mussolini löglegt

Æðsti stjórnsýsludómstóll Ítalíu úrskurðaði á þriðjudag að framboð flokks Alessöndru Mussolini, barnabarns fastistaleiðtogans, í héraðskosningum í Lazio-héraði á Mið-Ítalíu væri löglegt, en kosningarnar fara fram 3.-4. apríl. Þar með sneri dómstóllinn við fyrri úrskurðum neðri dómstiga.

Ísraelar skila Vesturbakkabæ

Ísraelar luku í gær við að skila yfirráðum yfir bænum Tulkarem á Vesturbakkanum í hendur palestínskra yfirvalda. Yfirmenn í öryggissveitum Ísraela og Palestínumanna innsigluðu afhendinguna með handabandi í hliði á aðalveginum að bænum, sem Ísraelar höfðu haldið lokuðu.

Gjörbreytir hernaðarjafnvæginu

Aflétti Evrópusambandið vopnasölubanni sínu á Kína, gjörbreytir það hernaðarjafnvæginu í Asíu. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í morgun en hún er sem stendur í opinberri heimsókn í Kína.

1500 ný heimili á Vesturbakkanum

Ísraelsmenn ráðgera að byggja fimmtán hundruð ný heimili fyrir landnema á hernumdu landi á Vesturbakkanum. Tilgangurinn er að tengja eina af stærri landnemabyggðum gyðinga þar við Jerúsalem. Ariel Sharon mun hafa skipað fyrir um byggingu tveggja nýrra hverfa í síðustu viku og er það hluti áætlunar Sharons um „Stór-Jerúsalem“.

Dæmt fyrir lágar launagreiðslur

Danski vinnumáladómstóllinn hefur dæmt pólskt fyrirtæki, sem er í eigu Dana, í fjársektir fyrir að hafa greitt fjórum pólskum byggingaverkamönnunum sínum í Danmörku allt of lág laun. Það var fyrirtæki í danska byggingariðnaðinum sem kærði málið, m.a. á grundvelli þess að pólsku starfsmennirnir hefðu ekki heldur rétt fagréttindi.

Hryðjuverkaárás í undirbúningi?

Miklar líkur eru á að írskur hryðjuverkahópur hyggi á stórfellda hryðjuverkaárás á meginlandi Bretlands, samkvæmt <em>Observer</em>. Klofningshópar úr írska lýðveldishernum eru sagðir á kreiki og sendi breska rannsóknarlögreglan frá sér viðvörun til a.m.k. þrjátíu fyrirtækja fyrir helgi.

Framlengja líf konunnar

Bandaríkjaþing samþykkti í morgun lög sem framlengja líf heilaskaddaðrar konu. Terri Schiavo er alvarlega heilasködduð eftir hjartaáfall fyrir nærri fimmtán árum. Eiginmaður hennar vill að hætt verði að gefa henni næringu og halda á lífi og dómstóll féllst á það.

Krefjast alþjóðlegs karladags

Karlmenn í Mexíkó og stuðningskonur þeirra flykktust út á götur borga og bæja í gær til að krefjast þess að tuttugasti mars verði framvegis alþjóðlegi karladagurinn. Fólkið segir tilgang kröfugangna sinna í gær vera þann að svara femínistum fullum hálsi en þær láti eins og allt illt sé frá körlum sprottið.

Róttækar tillögur í smíðum

Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni.

Ný geimferð undirbúin

Í Bandaríkjunum búa menn sig undir fyrstu ferð geimskutlu síðan Columbiu-slysið varð. Fjögurra manna björgunarlið verður til taks þegar geimskutlan Discovery tekur á loft í maí og flytur birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem er á sporbraut um jörðu.

Dæmdir fyrir vegabréfafölsun

Sex Jemenar voru í morgun dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að falsa vegabréf og önnur ferðaskjöl í þeim tilgangi að slást í lið með skæruliðum sem berjast gegn hersetuliði Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Fimm menn voru sýknaðir.

Bankastjóramálin rædd í vikunni

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að ræða bankastjóramál Alþjóðabankans á fundi sínum í Brüssel í þessari viku. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra sem bankastjóraefni.

Sjá næstu 50 fréttir